Alls konar sukk hjá ríkinu

Almenningur hefur látið i sér heyra svo um munar. Fjölmargar tillögur hafa verið sendar inn um sparnað í ríkisrekstri að tillögu ríkisstjórnarinnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Of langt mál væri að telja upp allar hugmyndirnar en hér verður stiklað á stóru:

Sameining stofnana er nefnd í ýmsum tillögum.

Kaupum á flug­miðum og hug­búnaðarleyf­um megi breyta með aukna hagkvæmni í huga. Áratugum saman hefur punktafríðindakerfi opinberra starfsmanna og einkanot sætt ámæli.

Nokkrir telja best að slaufa Borgarlínunni til að spara pening. Aðrir telja að sparnaður felist í samgöngubótinni.

Ýmsar tillögur snúast um heilbrigðismál, lyfjainn­kaup, rekst­ur heil­brigðis­stofn­ana, sta­f­ræn­ar lausn­ir í heil­brigðisþjón­ustu og aðrar tækilegar lausnir sem geti flýtt og bætt stjórnsýslu, sparað störf og komið í veg fyrir sukk.

Hluti almennings vill fækkun sendiráða.

Margir vilja stöðva mdeild fram­lög til vopna­kaupa og Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Þá megi heilt yfir stórfækka utanlandsferðum starfsmanna ríkisins .

Sumir vilja draga úr famlögum til trú­mála og kirkj­unn­ar.

Nokkrir nefna að draga beri úr þjón­ustu við um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd og aðra inn­flytj­end­ur. Má þó segja að þær tillögur séu færri en nemur styrk umræðunnar hjá nokkrum þingmönnum.

Mælt er með að hætta að veita áfengi í boðum á veg­um rík­isaðila.

Fækk­un aðstoðarmanna  þingmanna og ráðherra og fækkun upp­lýs­inga­full­trúa er talin brýn.

Umsvif stofnana svo sem Rúv og Isavia skuli minnkuð. Stærð Ríkisútvarpsins ógnar lífi og limum einkarekinna fjölmiðla eins og oft hefur verið bent á.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí