Óhætt er að segja að ný von um brautargengi hafi kviknað í brjóstum landsmanna eftir magnaðan sigurleik gegn Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöld. Fólk sem fyrir leikinn var skeptískt á hagstæð úrslit skrifar nú draumkenndar færslur á facebook um að kannski skarti litla Ísland heimsmeistaratign áður í mótslok!
Víst er að upplegg Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara mun hafa mikið að segja. Íþróttafréttamenn hafa hælt hæfileikum Snorra í hástert og er talið að hann hafi náð að koma þjálfara Slóvena á óvart með uppstillingu og leikskipulagi. Að ekki sé talað um stórleik Viktors Gísla í markinu, sem lengi verður í minnum hafður.
Samstöðin minnir á að ekki alls fyrir löngu sat Snorri Steinn fyrir svörum í á þriðju klukkustund í helgi-spjalli. Geta áhugasamir handboltaunnendur eða bara forvitnir Íslendingar dundað sér við að horfa á viðtalið við Snorra fram að næsta leik, sem er annað kvöld gegn ofursterkum Egyptum.
Áfram Ísland!