Augu landsmanna á Snorra þjálfara

Óhætt er að segja að ný von um brautargengi hafi kviknað í brjóstum landsmanna eftir magnaðan sigurleik gegn Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöld. Fólk sem fyrir leikinn var skeptískt á hagstæð úrslit skrifar nú draumkenndar færslur á facebook um að kannski skarti litla Ísland heimsmeistaratign áður í mótslok!

Víst er að upplegg Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara mun hafa mikið að segja. Íþróttafréttamenn hafa hælt hæfileikum Snorra í hástert og er talið að hann hafi náð að koma þjálfara Slóvena á óvart með uppstillingu og leikskipulagi. Að ekki sé talað um stórleik Viktors Gísla í markinu, sem lengi verður í minnum hafður.

Samstöðin minnir á að ekki alls fyrir löngu sat Snorri Steinn fyrir svörum í á þriðju klukkustund í helgi-spjalli. Geta áhugasamir handboltaunnendur eða bara forvitnir Íslendingar dundað sér við að horfa á viðtalið við Snorra fram að næsta leik, sem er annað kvöld gegn ofursterkum Egyptum.

Áfram Ísland!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí