Sjónvarpsþættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sem Rúv sýndi nýverið á sunnudögum fá blendin viðbrögð hjá gagnrýnanda Vísis í morgun, Matthíasi Jochum Pálssyni:
„Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið,“ skrifar gagnrýnandinn.
Hann gefur í skyn að Vesturport sem framleiddi þættina hafi sýnt meðvirkni gagnvart umfjöllunarefninu. Jafnvel eigi það við um mestalla íslensku þjóðina. Flest mótlæti sem Vigdís verður fyrir sé málað upp einhverjum öðrum en henni sjálfri að kenna.
Um meðvirknina segir hann einnig:
„Það getur annað hvort birst í leiðtogadýrkun eða átakalítilli sögu. Önnur hætta er að taka of mikið skáldaleyfi þannig það valdi óánægju með sannleiksgildi þáttanna.“
Gagnrýnandinn telur þáttaröðina til marks um „hetjudýrkun“.
Sjá ítarlegan dóm hans hér undir fyrirsögninni: „Ómerkilegir þættir um merkilega konu“:
https://www.visir.is/g/20252679610d/o-merki-legir-thaettir-um-merki-lega-konu