Dæmir Vigdísarþættina ómerkilega

Sjónvarpsþættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sem Rúv sýndi nýverið á sunnudögum fá blendin viðbrögð hjá gagnrýnanda Vísis í morgun, Matthíasi Jochum Pálssyni:

„Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið,“ skrifar gagnrýnandinn.

Hann gefur í skyn að Vesturport sem framleiddi þættina hafi sýnt meðvirkni gagnvart umfjöllunarefninu. Jafnvel eigi það við um mestalla íslensku þjóðina.  Flest mótlæti sem Vigdís verður fyrir sé málað upp einhverjum öðrum en henni sjálfri að kenna.

Um meðvirknina segir hann einnig:

„Það getur annað hvort birst í leiðtogadýrkun eða átakalítilli sögu. Önnur hætta er að taka of mikið skáldaleyfi þannig það valdi óánægju með sannleiksgildi þáttanna.“

Gagnrýnandinn telur þáttaröðina til marks um „hetjudýrkun“.

Sjá ítarlegan dóm hans hér undir fyrirsögninni: „Ómerkilegir þættir um merkilega konu“:

https://www.visir.is/g/20252679610d/o-merki-legir-thaettir-um-merki-lega-konu

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí