Ellerts B. Schram minnst með hlýjum hætti

Fjölmargir hafa minnst Ellerts B. Schram síðan tilkynnt var um andlát hans fyrr í dag. Ellert lést í nótt eftir þrálát og alvarleg veikindi.

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingkona skrifar á facebook:

„Það var einstakt að fá hann inn á þing í lok árs 2018 og fá þar að kynnast af alvöru sjentilmanninum Ellerti, goðsögninni sjálfri úr Vesturbænum. Ég tók, einhverra hluta vegna, á móti honum þegar hann kom til þingstarfanna með okkur í þingflokki Samfylkingarinnar, rölti með honum um húsið sem var auðvitað hans heimavöllur þar sem hann þekkti alla. Iðulega hvarf hann, og hafði þá lent á kjaftatörn með Helga Bern eða öðru eðalfólki. Það var öllum ljóst að þarna var mættur margsigldur höfðingi sem lét ekki smámál trufla sig.“

Vísir hefur andlátsfrétt sína um Ellert með eftirfarandi orðum:

„Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri.“

Þingferill Ellerts hófst árið 1971. Með hléum tók hann síðast sæti á Alþingi árið 2019. Slagar því nærri að pólitískur ferill hafi varað í hálfa öld og eru þá ótalin íþróttaafrekin og fjölmiðla- og félagsstörf.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí