Fyrrum þingmenn í ný djobb

Því hefur oft verið haldið fram að erfitt sé fyrir fyrrverandi þingmenn að fá sæmilega vinnu eftir þingmennsku hér á landi. Einkum þingmenn annarra flokka en Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkins sem þegar styrkur þeirra var mestur sáu vel um sig og sína er kom að lifibrauði. Einkum með opinberum stöðum þar sem almenningur borgaði brúsann.

En nú bregður nú svo við að dag eftir dag berast fregnir af því að fyrrum þingmenn séu komnir í ný djobb líkt og á færibandi. Það á ekki síður við um þingmenn jaðarflokkanna en þingmenn annarra flokka.

Þannig voru fjölmiðlar vart búnir að greina frá því að Andrés Ingi Jónsson, fyrrum þingmaður pírata, hefði ráðið sig til Dýraverndarsamtaka Íslands, en Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona VG og lögfræðingur, upplýsir að hennar bíði nú glæný og spennandi starfsframtíð.

„Rétt í þessu skrifaði ég undir ráðningasamning og hef störf 1. febrúar n.k sem deildarfulltrúi framhaldsnáms við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri,“ skrifar Jódís í færslu á facebook.

 „Ég hlakka mikið til og það eru forréttindi að fá að starfa í Borgarfirðinum fagra með frábæru fólki,“ bætir Jódís við.

Bæði VG og píratar þurrkuðust út af þingi í kosningunum 30. nóvember síðastliðinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí