Gefur lítið fyrir reiknikúnstir SA

Gylfi Magnússon hagfræðingur, sem eitt sinn var efnahags- og viðskiptaráðherra, gefur lítið fyrir málflutning Samtaka atvinnulífsins um hvernig íslenska ríkið geti sparað pening með eignasölu.

„Fullyrðing SA um að ríkið geti sparað stórfé með sölu banka því að þá geti það greitt niður lán og þar með losnað við vaxtagreiðslur er skemmtilega óskammfeilin. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins hafa nefnilega verið mun hærri en sem nemur hugsanlegum vaxtasparnaði,“ segir Gylfi og fylgir eftir með útreikningi

„Gróft áætlað gæti ríkið fengið 400 milljarða fyrir Landsbankann og sinn hlut í Íslandsbanka. Ríkið getur nú fjármagnað sig á u.þ.b. 2,6 til 4,4% verðtryggðum vöxtum (og væntingar um að slíkir vextir fari lækkandi). Með því að greiða upp slíkar skuldir fyrir 400 ma. myndi ríkið því spara sér 10-18 ma. á ári í vaxtagreiðslum. Arður ríkisins frá bönkunum í fyrra var hins vegar 22 milljarðar,“ segir Gylfi á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí