Ríkislóðir undir almenningshúsnæði

Stjórnmál 28. jan 2025

Flokkur fólksins hefur á facebook-síðu stjórnmálasamtakanna birt nokkra punkta um hvers megi vænta í félagslegum umbótum ríkisstjórnarinnar.

Flokkurinn hefur verið í nauðvörn undanfarið vegna ósamræmis í málflutningi, símtals formanns flokksins við skólameistara og hins svokallaða styrkjamáls. Formaður flokksins, Inga Sæland, vandar Mogganum ekki kveðjurnar er kemur að fréttaflutningi blaðsins undanfarið.

Fram kemur í tilkynningu Flokks fólksins á facebook að ríkisstjórnin sé á leið í bráðaaðgerðir til að fjölga íbúðum hratt. Ráðist verði í kerfisbreytingar til að ná fram jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Einnig segir: „Ríkislóðir verða nýttar til uppbyggingar, liðkað verður fyrir uppbyggingu á færanlegum einingarhúsum og umbreytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðir.“

Þá segir Flokkur fólksins að regluverk um skammtímaleigu verði endurskoðað og hlutdeildarlán verði fest í sessi með skilvirkari framkvæmd, staða leigjenda verði styrkt og stuðningur við húsnæðisfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða verði aukinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí