Sögulegur árangur handan við hornið?

Íslenska smáþjóðin er farin að láta sig dreyma um sögulegan árangur á HM í handbolta karla sem nú stendur yfir. Mikil rimma í kvöld mun hafa töluvert að segja um möguleika okkar þegar Ísland keppir við Króatíu í milliriðli í Zagreb og verður leikurinn sýndur beint á Rúv.

Eftir tvo glæsta sigra í tveimur síðustu viðureignum, annars vegar gegn Slóveníu og hins vegar gegn Egyptum, hafa líkurnar á átta-liða úrslitum orðið verulega góðar. Með sigri í leikjunum tveimur sem eftir eru í milliriðlinum, annars vegar gegn Króötum í kvöld og hins vegar gegn Argentínu á sunnudag, eru allar líkur á að Ísland myndi dragast gegn Ungverjum í 8-liða úrslitum og gæfist þá tækifæri til að jafna gamlar sakir!

Sjálfir láta drengirnir í landsliðinu hafa eftir sér að þeir eigi mikið inni. Þótt erfitt sé að spá til um framhaldið gæti sögulegur árangur verið handan við hornið og einkum ef við vinnum okkar milliriðil. Ef við förum áfram í öðru sæti riðilsins er líklegt að andstæðingar okkar í lokaleggnum verði Frakkar. Danmörk er sennilega með besta liðið í mótinu en Frakkar gætu komið nálægt Dönum. Það gæti því skipt miklu máli upp á framhaldið hvaða úrslitum við náum gegn Króötum í kvöld.

Hvað sem verður úr þessu hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með strákunum okkar. Má greina gleði og samheldni manna á millum þegar tal okkar einangruðu eyþjóðar berst að þessari kærkomnu andlegu búbót í janúarskammdeginu!

Snorri Steinn Guðjónsson getur verið stoltur af sjálfum sér og liðinu. Og þótt erfitt sé að taka einstaka afreksmenn út úr íslenska hópnum, bindur þjóðin miklar vonir við leynivopnið Viktor Gísla í markinu sem hefur varið eins og berserkur í síðustu leikjum og oftar en ekki verið valinn maður leiksins.

Áfram Ísland!

(Mynd: HSÍ)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí