Vg aldrei gert athugasemd við háan þröskuld

Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og sósíalisti, gefur lítið fyrir skrif Svandísar Svavarsdóttur, en í nýjum pistli á heimasvæði VG fer Svandís yfir ástæður þess að VG féll út af þingi.

Svandís kennir að hluta umfjöllun fjölmiðla um þröskuldinn því að svo fór sem fór. Hún segir að fylgið hafi verið lágt allt frá vordögum og undir 5% frá í mars og aldrei náð að rétta úr kútnum.

„Ástæðurnar eru margar og ólíkar. Ríkisstjórnin var orðin afar óvinsæl og allir flokkarnir þrír í þröngri stöðu. Mikið var fjallað um 5% mörkin í fjölmiðlum og ítrekað vorum við reiknuð út af þingi auk þess sem röddum sem fjölluðu um taktíska kosningu og hættu á að sóa atkvæði sínu óx ásmegin.“

Þetta telur Gunnar Smári ekki boðlegan málflutning. Sérstaklega í ljósi þess að ef VG sé svo annt um lýðræðið hafi flokkurinn verið í ríkisstjórn.

„Þetta er skrítið, að kenna umfjöllun fjölmiðla um 5% þröskuldinn um stöðu flokksins,“ segir hann „eins og að kosningakerfið og 5% þröskuldurinn i stjórnarskrá séu ekki raunverulegir skaðvaldar og vinni gegn lýðræðinu. Vg hefur aldrei gert neinar athugasemdir við þennan þröskuld, flokksfélagar töldu að hann myndi verja flokkinn fyrir öðrum framboðum en ekki að hann væri ógn við sig. Og svo þegar flokkurinn fellur vegna hans, þá kvartar formaðurinn ekki yfir óréttlæti þröskuldsins heldur yfir að fjölmiðlar skuli hafa bent á að Vg mældist utan þings í öllum könnunum frá því snemma vors í fyrra. Afstaða Vg í dag virðist því vera að flokkurinn styður þennan háa þröskuld en vill síður að um hann sé fjallað,“ segir Gunnar Smári í færslu á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí