Helstu ráðakonur við útför baráttukonu

Forseti Íslands, biskupinn, forsætisráðherra og forseti þingsins voru meðal voldugra kvenna sem kvöddu Ólöfu Töru baráttukonu en útför hennar fór fram í dag.

Drífa Snædal hjá Stígamótum er meðal þeirra sem hafa skrifað fallega um Ólöfu Töru sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi.

„Við heiðrum minningu Ólafar Töru með því að halda baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi áfram,“ segir Drífa. „Viðurkenna áhrif og afleiðingar þess, trúa, grípa brotaþola en fyrst og fremst að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Konur þekkja best afleiðingarnar.“

Mitt í sorginni og vanmættinum segir Drífa að það hafi vakið von að kirkjan hafi við útförina verið stútfull af konum sem séu tilbúnar í baráttuna sem Ólöf Tara hafi staðið fyrir.

„Þó það sé óþolandi að þessi barátta hvíli alltaf á herðum kvenna þá eru það við sem vitum hvað er í húfi að útrýma ofbeldi, við verðum flestar fyrir því. Og núna er stundin, hún er runnin upp! Nú þurfum við að virkja þekkingu okkar, samtakamátt, félagasamtökin, stofnanirnar, skólana, stjórnmálin og almenning. Við þurfum að hafa trú á því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og við verðum að ganga samhljóða inn í þá vegferð. Við hjá Stígamótum erum tilbúin eins og ávallt.“

Myndina birti Drífa á facebook, Ólöf Tara fyrir miðju.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí