Hlýjustu febrúardagar aldarinnar
Höfuðborgarbúar vöknuðu í morgun upp við fyrirbæri sem lítið hefur farið fyrir undanfarið, snjóhulu eins og myndin af Njarðargötunni er til marks um, tekin klukkan 10.
Snjór hefur verið með minnsta móti, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á vefsíðunni hungurdiskar.is.
„Snjóleysið hefur fylgt miklum hlýindum. Fyrstu 23 dagar mánaðarins eru þeir hlýjustu á öldinni í Reykjavík – og ekki nema þrisvar frá upphafi mælinga sem þeir hafa verið hlýrri,“ segir hann.
„Á Akureyri stendur hitinn örlítið neðar á listum, en ofarlega samt. En bæði snjóleysi og hiti segja lítið um framhaldið. Fyrri vetrarmánuðirnir voru ekki hlýir – og snjóhula var yfir meðallagi. Meðalfjöldi alhvítra daga í febrúar er 12 í Reykjavík, en 10 í mars. Á Akureyri eru tölurnar 17 í febrúar og 16 í mars. Mars er vetrarmánuður hér á landi sem kunnugt er,“ minnir Trausti okkur á.
Mynd: Björn Þorláks
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward