Morgunlaðið heldur áfram að birta fréttir um Flokk fólksins, Ingu Sæland og styrki til flokksins. Í blaði dagsins segir að Inga hafi fengið leiðbeiningar um frá Skattinum um hvernig ætti að uppfylla skilyrði laga um styrki til stjórnálasamtaka.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslusfræðingur sem hefur áður lýst yfir að Flokki fólksins beri að endurgreiða styrki sína, telur að með þessu falli þær röksemdir fjármálaráðuneytisins að Flokkur fólksins hafi verið í góðri trú og að leiðbeiningu hafi vantað.
„Þetta var svo sem vitað allan tímann, því Inga Sæland samþykkti þessi skilyrði á Alþingi – og hefði kannski frekar átt að leiðbeina ráðuneytinu en taka við fénu ár eftir ár – munurinn á gerðum Ingu og annarra flokka er að hún sótti um, tók á móti og ráðstafaði opinberu fé án þess að uppfylla skilyrðin hvað eftir annað, endurtekið og vísvitandi – meðan hinir lagfærðu hjá sér eftir eitt skipti – nema Vg,“ segir Haukur í færslu á facebook.
Hann heldur áfram: „Ömurlegt er að ný ríkisstjórn – sem þjóðin gerir sér miklar vonir um og sem þjóðin virðist hafa í uppáhaldi – með tilteknu forystufólki sem er hæfara en sést hefur í stjórnmálum um langt árabil – skuli heykjast á að vera heiðarleg og krefjast endurgreiðslu á ofteknu fé, eins og alltaf er gert.“
Stjórnsýslufræðingurinn endar sinn pistil á að hæla Mogganunm:
„Þetta þarf ríkisstjórnin að laga, annars gæti þetta mál verið til meðhöndlunar hjá ólíkum stofnunum þjóðfélagsins allt kjörtímabilið og skyggt á önnur verk – og jafnvel kallað á afsögn ráðherra í lokin (t.d. ef Umboðsmaður Aþingis kemur fram með að um ólöglegt athæfi hafi verið að ræða eða ef dómstólar gera það).
Morgunblaðið er bara orðið jafn öflugt og Heimildin í rannsóknarblaðamennsku og er það vel.“
