Skemmdarverk á gráu svæði borgarstjórnar?

Einmitt núna, rétt áður en ný borgarstjórn tekur við völdum, er byrjað að fella tré í Öskjuhlíðinni og áætlað er að fella um 1400 tré til að koma á móts við kröfur ISAVIA vegna stækkunar flugvallarins. Aðgerðin er umdeild eins og flugvallarmálið í heild sinni. Með þessari skógareyðingu er án efa hoggið skarð í hið sögufræga útivistarsvæði borgarinnar með óafturkræfri eyðingu en sérfræðingar hafa nefnt að nóg væri að klippa trjátoppana af. María Ericsdóttir Panduro hefur fylgst með málinu um nokkurt skeið og hafði samband við Samstöðina til að vekja máls á alvöru málsins og sláandi vöntun á umræðu um það. ,,Það er svo skrítið að Isavia sé ekki annt um að leysa málið á þann veg að hagnist flestum. Það er hægt að stytta tréin, það er enginn vafi á því“, segir María og veltir fyrir sér hvort öll leyfi séu örugglega í húsi og hver ætli að standa með borgarbúum og umhverfinu í þessu millibilsástandi í borgarstjórninni. Hvern á að spyrja? Dagur B. Eggertsson sagði á sínum tíma að skógurinn væri enn elsti samfelldi skógur innan borgarmarkanna, njótandi enda verndar í deiliskipulagi og skilgreindur sem borgargarður í aðalskipulagi og auk þess á náttúruverndarskrá en hvað segir Einar og hvað segir ný borgarstjórn um málið? María fór í Öskjuhlíðina í dag en gat ekki hugsað sér að horfa á gömlu trén felld. Hún velti því fyrir sér hver standi með borgarbúum og umhverfinu í þessu máli og hvort öll leyfi séu örugglega í húsi fyrir þessari svakalegu aðgerð og hún sagði að lokum:,,Það telst til stórfenglegs taps og skemmdarverks ef við missum þessi tré og skóginn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí