Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, hefur fengið opinbera áskorun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Nokkrir sveitarstjórnarmenn hafa sameiginlega lýst stuðningi við Áslaugu Örnu.
Talið er að Guðrún Hafsteinsdóttir lýsi yfir framboði eftir tvo daga.
En Margrét Friðriksdóttir hjá Stjórnmálaspjallinu er með þriðja aðila í huga:
„Er Jón Magnússon hugsanlega eini kandítatinn sem getur bjargað Sjálfstæðisflokknum úr klóm vóksins og tilvistarkreppu sinni?“ Spyr Margrét.
Hlýtt er augljóslega milli Jóns og Margrétar sem segir að Jón hafi alltaf verið samkvæmur sjálfum sér, hann sé réttsýnn og hafi „staðið einn fárra manna innan flokksins sem hefur viljað vernda Sjálfstæðisstefnuna og fullveldi þjóðarinnar“.
Einnig skrifar Margrét um Jón:
„Á Landsfundi árið 2015 var hann púaður niður af Áslaugu Örnu og skrílnum á bak við hana fyrir að tala fyrir kristnum gildum og ábyrgri innflytjendastefnu, orð hans voru virt að vetthugi og gert grín af þeim, en ef að flokkurinn hefði hlustað á Jón Magnússon þá væri þjóðin og flokkurinn í mun betri málum í dag.“
Er Jón Magnússon hugsanlega eini kandítatinn sem getur bjargað Sjálfstæðisflokknum úr klóm vóksins og tilvistarkreppu sinni?
Jón hefur alltaf verið samkvæmur sjálfum sér, réttsýnn og staðið einn fárra manna innan flokksins sem hefur viljað vernda Sjálfstæðisstefnuna og fullveldi þjóðarinnar.
Á Landsfundi árið 2015 var hann púaður niður af Áslaugu Örnu og skrílnum á bak við hana fyrir að tala fyrir kristnum gildum og ábyrgri innflytjendastefnu, orð hans voru virt að vetthugi og gert grín af þeim, en ef að flokkurinn hefði hlustað á Jón Magnússon þá væri þjóðin og flokkurinn í mun betri málum í dag.
Jón hefur einnig að sögn Margrétar verið gagnrýninn á loftslagsvísindi, vókið, covid aðgerðir og „kynjaruglið“ eins og hún nefnir það.