Sóley segir óbærilegt að Brynjar verði dómari

Sóley Tómasdóttir fyrrum borgarfulltrúi og landskunnur femínisti, setur spurningamerki við að Brynjar Níelsson hafi verið metinn hæfastur af nefnd eftir að hann sótti um starf héraðsdómara.

„Það er óbærilegt að Brynjar Níelsson verði gerður að héraðsdómara í Reykjavík á meðan þjóðarsorg ríkir vegna fráfalls Ólafar Töru Harðardóttur,“ skrifar Sóley.

Hún bætir við:

„Við verðum að breyta öllu því sem þarf að breyta, þar með talið kröfum um hæfni til dómaraembætta. Hæfni til að læra um og taka tillit til reynsluheims jaðarsetts fólks, samkennd með fólki og mannúðarsjónarmið hljóta að þurfa að komast á blað.“

Með færslu sinni á facebook lætur Sóley fylgja ýmis skjáskot þar sem m.a. afstaða Brynjars til femínisma kemur fram.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí