Ítarlegt viðtal verður við Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingarinnar á Samstöðinni í fyrramálið, laugardag. Stjórnmálamanninn sem ítrekað hefur uppskorið andúð sjálfstæðismanna, sem hafa grátið valdaleysið í Reykjavíkurborg um langt skeið.
Dagur spáir í spil samfélagsins og samtímans með Birni Þorláks, jafnt á persónulegum sem faglegum nótum í hinu vikulega Helgi-spjalli Samstöðvarinnar. Samstöðin sýnir viðtalið klukkan 09 í fyrramálið.

Þá má nefna að Úrval með efni vikunnar er á dagskrá klukkan 13 á morgun, laugardag að ógleymdum þjóðmálaþættinum Synir Egils á sunnudag klukkan 12.40 í umsjá fjölmiðlabræðranna kunnu, Sigurjóns Magnúss Egilssonar og Gunnars Smára.

Í dag klukkan 16 verður bein útsending frá Rauða borðinu þar sem farið verður yfir fréttir vikunnar með góðum gesti í svokölluðum Vikuskammti. Gunnar Smári Egilsson hefur umsjá með því.
Vakin skal athygli á því að hlustendur og áhorfendur Samstöðvarinnar geta gerst áskrifendur og meðeigendur Samstöðvarinnar með hóflegu mánaðarlegu gjaldi, sjá hér: