Nefnd Alþingis skoði vinnubrögð lögreglu

Blaðamannafélag Íslands hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þess efnis að ákveði nefndin að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.

Þetta upplýsir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Félagið telur tilefni til að árétta það sérstaklega að hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er að hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins í þágu almennings, að því er fram kemur hjá Sigríði Dögg. „Nefndin hefur ekki eftirlit með fjölmiðlum og það er ekki hlutverk hennar að hafa skoðun á efnistökum þeirra. Hins vegar á nefndin að gæta að því að handhafar framkvæmdarvalds, þ.m.t. lögregla, haldi sig innan marka stjórnarskrárinnar. Eins og Blaðamannafélagið hefur bent á leikur verulegur vafi á því að það hafi lögregla gert í þessu máli. Félagið telur því fulla ástæðu til að þessi þáttur málsins sæti athugun nefndarinnar í samræmi við það hlutverk sem hún fer með samkvæmt lögum,“ segir formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg.

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí