Ótrúleg frétt um fúsk og ömurð í stjórnarfari

Kristinn Hrafnsson, heimsþekktasti blaðamaður landsins, ritstjóri Wikileaks, segir frétt sem nú fer um heimsbyggðina eins og eldur í sinu sýni fram á ótrúlega vanhæfni stjórnarherra í Bandaríkjunum.

„Hún er hreint ótrúleg fréttin af því að æðstu ráðamenn bandaríkjanna hafi fyrir mistök bætt Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic í spjallhóp á Signal þar sem undirbúin var sprengjuárás á Jemen. Í hópnum voru m.a. Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta, Hegseth varnarmálaráðherra, JD Vance varaforseti og Mike Waltz, þjóðarðryggisráðgjafi (en hann bauð Golberg óvart inn í hópinn).“

Þetta segir Kristinn í nýrri færslu á facebook.

„Það er æði sérstakt að ræða hernaðaraðgerðir á Signal en ekki opinberum leynitölvum – ekki síst þar sem stillt var á sjálfkrafa eyðingu samtala innan fárra daga,“ segir Kristinn.

„Það sem kom fram í spjalli þessarar skæruliðadeildar var líka merkilegt og opinberaði fyrirlitningu á Evrópu hjá mönnum eins og Vance og Hegseth. Sprengjuárásin á Húta var álitin þjónusta við Evrópu sem alltaf þyrfti að redda. JD Vance vildi slá af sprengjuárásirnar enda væri með þeim verið að tryggja flutninga um Súes skurð sem Bandarísk skip væru lítið að nota en Evrópa reiddi sig á.“

Kristinn segir einnig einkennilegt að blaðamaðurinn Goldberg hafi ekkert gert með upplýsingarnar fyrr en eftir að búið var að láta sprengjurnar falla og drepa 54, þar af nokkur börn auðvitað. Blaðamaðurinn hefði að líkindum getað stöðvað þá slátrun.

„Það sem stuðaði mig líka var form samskiptanna, það er að æðstu ráðamenn mestu drápsmaskínu heimsins skyldu nota lyndistákn (emojis) í spjalli um beitingu hennar, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn gerði eftir að sprengjurnar höfðu fallið.“

Sjá hér frétt BBC um þetta ótrúlega mál: Í heimi þar sem það sem eitt sinn virtist óhugsandi er nú orðið daglegt brauð: Trump’s national security team’s chat app leak stuns Washington

Á Samstöðinni verður umræða um Trump og aðra ráðamenn vestra við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí