Segir útgerðina mala gull í skjóli lágra veiðigjalda

„Sjávarútvegur hefur malað gull“, skrifar Stefán Ólafsson prófessor í grein á Vísi. „Enda er hann með mun betri afkomu en flest fyrirtæki í öðrum greinum atvinnulífsins. Það er vegna hagstæðra skilyrða, sem meðal annars felast í ódýru aðgengi að sjávarauðlind þjóðarinnar.“

„Eins og sjá má af myndinni sem hér fylgir“, skrifar Stefán, „mun fyrirhuguð hækkun veiðigjalda um ca. 10 milljarða litlu breyta um sterka stöðu sjávarútvegs, umfram önnur fyrirtæki í landinu.

Ef reiknireglu núverandi stjórnvalda hefði verið beitt á tímabilinu 2014 til 2023 þá hefði hagnaður sjávarútvegs verið að jafnaði 20% af veltu í stað 24%. Þetta er hófleg breyting.

Meðalhagnaður fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu í heild var hins vegar um 9%. Yfirburðastaða sjávarútvegs verður því áfram við lýði. Útvegsmenn munu áfram geta fjárfest bæði í sjávarútvegi og í öðrum greinum atvinnulífsins, vegna þess mikla umframhagnaðar sem greinin býr við.

Útvegsmenn munu því geta haldið áfram að eignast allt sem verðmætt er á Íslandi. Kanski er boðuð hækkun full lítil, ef eitthvað er!

Stjórnvöld hyggjast nota þá fjármuni sem hófleg hækkun veiðigjalda skilar í innviðaframkvæmdir, til dæmis í vegagerð á landsbyggðinni. Það verður gott fyrir landsbyggðina – og almenning allan.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí