Sigmundur Davíð hafi átt skilið að falla

Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, er kominn með upp í kok við að heyra formann Miðflokksins ranta um að ankannalegar hvatir fólks sem hafi unnið gegn honum skýri framvinduna þegar hann missti traust eigin þjóðar og þurfti að stíga til hliðar sem forsætisráðherra eftir að tugþúsundir Íslendinga fóru fram á afsögn á mótmælum á Austurvelli í kjölfar sjónvarpsumfjöllunar á Rúv.

Á Moggavefnum heldur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fimmtugur um þessar mundir, því fram enn eina ferðina að hann hafi verið fórnarlamb þegar upp komst um aflandsfélagið Wintris og skattsvikin.

„Að það hafi verið markmið að að fella íslensk stjórnvöld og ná ákveðnum stjórnmálamönnum niður með því að upplýsa um að þeir hefðu sent peningana sína í skattaskjól?!?“ Spyr Björn Leví Gunnarsson. „Stjórnmálamenn sem senda peningana sína í skattaskjól til þess að komast hjá því að greiða skatta eiga það skilið að falla,“ segir þingmaðurinn fyrrverandi og finnst sumum hann hitta naglann á höfuðið þar.

Miklar umræður hafa spunnist á Internetinu um siðferðiskennd fólks sem hefur fylkt sér að baki Sigmundi Davíð og stundar sem dæmi þingmennsku með honum nú í Miðflokknum. Sigmundur Davíð hefur opinberlega aldrei sýnt auðmýkt vegna málsins, aldrei beðist afsökunar og aldrei fundið til eigin ábyrgðar ef marka má framkomu hans út á við.

„Og nei, það er ekkert um að „það var staðið skil á öllu“ eða „greiddir of háir skattar“. Það er hinn versti útúrsnúningur sem hægt er að fara með og ótrúlegt að nokkur maður skuli trúa svoleiðis bulli,“ segir Björn Leví og er hvergi nætti hættur:

„En einhverra hluta vegna finnst fullt af fólki þetta vera nægilega frábær stjórnmálamaður til þess að greiða honum atkvæðið sitt. Þrátt fyrir að vera úrskurðaður skattsvindlari. En þannig er nú lýðræðið skrítið.“

Til samanburðar nefnir Björn Leví að fólk sem stelur brauði úr Bónus endi í fangelsi „en fólk sem svindlar peningum fram og til baka kemst bara upp með að borga sekt. Kannski af því að fólkið sem þarf að stela úr Bónus hefur ekki efni á að borga sekt? Það er nefnilega ekki það sama Jón og séra Jón.“

Með öðrum orðum sé skýrt að Sigmundi Davíð hafi verið gert að greiða vangreidda skatta.

Geta má þess að Bjarni Benediktsson var einnig staðinn að því að eiga félög í skattaskjólum í hinum svokölluðu Panamaskjölum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí