Spyr hvort íslenskur ráðherra sé Trump

Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur með meiru spyr hvort Áshildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra hafi gengið í skóla til Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

„Er það Trump sem hér talar eða íslenskur ráðherra?“ Spyr Rúnar Helgi. Og er ekki einn um að súpa hveljur á Internetinu.

Viðbrögð hans spretta af ummælum Ásthildar Lóu sem sagði:

„Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“

Ummælin féllu eftir að Héraðsdómur dæmdi ráðherranum í óhag í einkamáli sem hún höfðaði ásamt eiginmanni sínum. Þau fóru fram á skaðabætur og vildu meina að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið ranglega að nauðungarsölu á fasteign þeirra í Garðabæ og ekki tekið tillit til fyrningar vaxta.

DV hefur fjallað um ummælin undir fyrirsögninni. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“

Á samfélagsmiðlum hefur verið meðal annars verið rætt hvort sama manneskja geti verið ráðherra og aktífisti í senn. Sumir hafa spurt hvort það sé við hæfi að ráðherra tali opinberlega niður kerfin í eigin landi vegna einkahagsmuna. Þegar eitt af verkefnum ráðamanna sé að auka tiltrú kjósenda á kerfi samfélaga og ekki síst dómskerfið.

Líklegt er að Ásthildur Lóa muni áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar að því er Rúv hefur greint frá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí