Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur með meiru spyr hvort Áshildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra hafi gengið í skóla til Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
„Er það Trump sem hér talar eða íslenskur ráðherra?“ Spyr Rúnar Helgi. Og er ekki einn um að súpa hveljur á Internetinu.
Viðbrögð hans spretta af ummælum Ásthildar Lóu sem sagði:
„Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“
Ummælin féllu eftir að Héraðsdómur dæmdi ráðherranum í óhag í einkamáli sem hún höfðaði ásamt eiginmanni sínum. Þau fóru fram á skaðabætur og vildu meina að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið ranglega að nauðungarsölu á fasteign þeirra í Garðabæ og ekki tekið tillit til fyrningar vaxta.
DV hefur fjallað um ummælin undir fyrirsögninni. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“
Á samfélagsmiðlum hefur verið meðal annars verið rætt hvort sama manneskja geti verið ráðherra og aktífisti í senn. Sumir hafa spurt hvort það sé við hæfi að ráðherra tali opinberlega niður kerfin í eigin landi vegna einkahagsmuna. Þegar eitt af verkefnum ráðamanna sé að auka tiltrú kjósenda á kerfi samfélaga og ekki síst dómskerfið.
Líklegt er að Ásthildur Lóa muni áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar að því er Rúv hefur greint frá.