Teslu-skömm og sniðganga til umræðu

Skömm á Teslu rafbílum vex dag frá degi, ekki bara í nágrannalöndum þar sem sala hefur hríðfallið heldur einnig hér innanlands. Orsökin er framganga Musk, sem á Teslu-fyrirtækið er hann er nú hluti af stjórnarfari Bandaríkjanna ásamt Donald Trump Bandaríkjaforseta og hefur fengið drjúgan hluta íbúa jarðarinnar upp á móti sér. Þar á meðal unnendur rafbíla.

Guðmundur Andri Thorsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, ræðir málið í færslu á facebook. Hann segist gegn sniðgöngu.

„Af hverju ætti ég að sniðganga Teslu til að lýsa vanþóknun mína á Elon Musk?“ Spyr Guðmundur Andri. „Ekki hannaði hann þennan bíl eða fann upp tæknina að baki honum, heldur keypti hann sig inn í fyrirtækið þegar það var komið á veg. Hvaða lærdóma mun hann draga af samdrætti á sölu á Teslu? Að ekki borgi sig að framleiða slíka bíla. Vil ég að öflugur fjárfestir og valdamaður á borð við hann hugsi að það borgi sig greinilega frekar að halda áfram að nýta olíu? Nei. Reyndar á ég ekki Teslu því að hún er of dýr fyrir mig – og kannski einhver montrassabragur á bílnum – en ég er almennt lítill sniðgöngmaður,“ segir Guðmundur Andri.

Hjálmtýr Heiðdal bendir á að einhversstaðar verði andófið að byrja.

„Kapitalistar hugsa um hagnað. Sjáðu hvernig andófið gegn Rapyd hefur gengið – þeir viðurkenna miljarða tap vegna sniðgöngunnar hér á landi. Tesla er tákn og það er fjöldi annarra rafbíla í boði. Ekki kaupa Teslu! Einfalt. Og sala á Teslu hrynur víða.“

Og Gunnar Smári Egilsson blaðamaður skrifar:

„Fæstir rafmagnsbílar sem eru seldir eru Teslur. Þótt fólk hætti að kaupa Teslur hægir ekkert á rafbílavæðingu. Tesla skiptir engan máli, nema helst fyrir Musk. Þær skapa honum auð og stöðu sem hann notar til að kaupa sér völd innan bandarísks ríkisvalds og rödd á twitter. Þau sem neita sér um Teslur, sem er það auðveldasta í heimi, vilja koma í veg fyrir þann óligarkisma sem er að éta upp og brjóta niður samfélögin. Það er verðugt verkefni og til að ná árangri þarf margar aðgerðir.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí