Þórdís ein með opin augu

Óhætt er að segja að stór hluti landsmanna sé forviða vegna þeirrar fyrirlitningar sem ítrekað blossaði upp í ræðum gesta á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gagnvart Evrópuríkjum um helgina.

Nú þegar Bandaríkjaforseti er með öllu ófyrirsjáanlegur í ákvarðanatöku og varnarmál ríkja eru á fleygiferð, þess utan að vaxandi fjöldi Íslendinga sér helst skjól fyrir Íslendinga með sameinaðri Evrópu, þykja kaldar kveðjur Sjálfstæðisflokksins til ESB í besta falli vísbending um afneitun eða firringu, þar sem hvorugt sé líklegt til að afla Sjálfstæðisflokknum aukins fylgis.

Bubbi Morthens er í hópi þeirra sem undrast skilaboð Sjálfstæðisflokksins um helgina. Hann skrifar á facebook að frambjóðendur Sjálfstæðisfloksins telji ekkert skjól að finna í Evrópu þótt augljóst sé að Ísland þurfi nú að halla sér að vinaþjóðum.

Bubbi spyr hvar Guðrún Hafsteinsdóttir nýr formaður og Áslaug Arna séu staddar í huganum. En bendir á að Þórdís Kolbrún hafi verið á allt öðrum nótum þegar hún gagnrýndi Trump Bandaríkjaforseta harðlega.

„Þórdís sagði sannleikann í kveðjuræðu sinni,“ segir Bubbi.

Þá hafa margir málsmetandi Íslendingar bent á að Ísland eigi að tefla fram hlutleysi sínu sem aldrei fyrr og ekki styðja einn né neinn. Það spari okkur fé sem annars fari í hernaðarbrölt annarra þjóða og geri okkur síðar að skotmarki.

Þess má geta að Henrý Alexander Henrysson heimspekingur ræðir í kvöld við Rauða borðið á Samstöðinni ýmis siðferðisleg álitamál sem meðal annars tengjast landsfundinum, utanríkispólitík og nýrri forystu Sjálfstæðisflokksins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí