Morgunblaðið hefur nú tvo daga í röð gert að fréttaefni að forseti Íslands, Hallla Tómasdóttir, skrifi undir skjöl sem Halla Tomas. Það þykir blaðinu óhæfa og hefur kallað til fólk sem er því sammála.

Þingmaðurinn Dagur B. Eggertsson gerir grín að þessu í færslu á facebook í dag og bendir á að Davíð Oddsson, rittstjóri Morgunblaðsins, ætti að hefja rannsókn á eigin undirskrift, en ekki verður betur séð en hann skrifi „Gmmtnnnnm” en alls ekki Davíð Odsson eins og víða megi sjá í opinberum skjölum.
Sýnishorn af undirskrift Davíðs lætur Dagur fylgja með færslu sinni.

„Ég fagna því gríðrlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni. Annan daginn í röð er frétt um þetta í blaði dagsins. Ég vona og geri eiginlega kröfu eða ósk um að þetta verði upphafið að greinarflokki um þessi efni. Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“