Skrítið að heyra íslenska ráðherra fagna því að ESB ætli að verja 120 þúsund milljörðum í hernað. Þetta hljóma ekki sem gleðifréttir fyrir mig. Evrópa er illa farin eftir niðurskurðarstefnu undanfarinna ára, er í innviðaskuld, grunnkerfin hafa verið veikt, atvinnulíf höktir og fram undan er tollastríð við Bandaríkin sem munu auka verðbólgu og draga úr hagvexti enn frekar. Aukin framlög til varnarmála af minnkandi tekjum verða fjármögnuð með lánum sem varpað verður á framtíðina, án þess að þau styrki samfélagið til að standa undir skuldunum. Og með því að skerða framlög til innviða og grunnkerfa samfélagsins mun félagslegt óréttlæti og ójöfnuður enn aukast. Það mun minnka traust og valda upplausn. Allt er þetta gert í nafni öryggis, en mun leiða til óöryggis í álfunni, veikja hana og skekkja. Hervæðing Evrópu mun auk þess auka líkur á að stríðið í Úkraínu breiðist út með hryllilegum afleiðingum.
Myndin er af þjóðhöfðingjum Evrópu í veislu snemma á síðustu öld. Þá mættu menn með sverð til borðhalds. Sem minnir okkur á að megnið af öllum stríðsátökum mannkynssögunnar hafa átt sér stað innan þessarar álfu. Ríkin þar hafa síðan staðið að meirihluta þeirra stríða sem háð hafa verið í öðrum deildum jarðar. Við búum í álfu grimmdar og heimsku.