Nýr þáttur á Samstöðinni: Hipp-hopp varpið

Hipp hopp varpið hefur göngu sína á Samstöðinni föstudaginn 4. apríl. Þættirnir verða á dagskrá næstu vikur á föstudögum klukkan 20.

Þáttastjórnendur eru þau Laufey Líndal Ólafs og Sesar A og eins og nafnið gefur til kynna fjalla þeir um hipp hopp og þá menningu sem því tilheyrir. Í fyrsta þættinum spjalla þau saman um m.a. sína fyrstu aðkomu að hipp hoppi og ýmsar minningar því tengdu. Í framhaldinu fá þau gesti í heimsókn til að fara betur í saumana á þessu fyrirbæri sem hipp hopp menningin er. 

Hipp hopp skiptist upphaflega í tónlist, myndlist og dans (rapp/hipp hopp tónlist, graffitti og break dans & electric boogie). Síðan hefur það þróast og fjöldi undirflokka myndast. Rifjuð verða upp fyrstu kynni af menningunni, hvaða áhrif það hafði á líf viðkomandi og upplifun af samfélaginu sem það lifir í. Gerð verður tilraun til að rifja upp söguna hér heima og minningar tengdar henni.

Laufey er alin upp á miklu tónlistarheimili og byrjaði ung að setja saman blandspólur (mixtapes) og fikta við skífuþeytingar, en hún kynntist hipp-hoppi um miðjan níunda áratuginn og kolféll fyrir kúltúrnum. Laufey bjó í London mestallan tíunda áratuginn og lifði þar og hrærðist í rasta- og soundsystem-kúltúr borgarinnar. Að auki þeytti hún skífum og spilaði þá bland af fönki, djassi, reggíi og hipp-hoppi. Laufey skrifaði BA-ritgerð í stjórnmálafræði um feminisma í hipp-hoppi árið 2017 og kafaði þar ofaní fræðilega anga menningarinnar sem á augljósar rætur í sögu svartra bandaríkjamanna.

Sesar A hefur verið kallaður afi íslensks hipp hopps, hann á langan feril að baki innan menningarinnar sem hófst á æskuárum hans í Danmörku snemma á níunda áratug síðustu aldar. Árið 2001 gaf hann út fyrstu rappplötuna eingöngu á íslensku, “Stormurinn á eftir logninu”. Hann hefur gefið út fleiri plötur hérlendis og erlendis. Sesar A eru meðlimur í danshipphoppsveitinni Mæðraveldið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí