Ósvífið samkomulag í kyrrþey

Íslenskir utanríkisráðherrar hafa löngum verið naskir við að skrifa undir samninga við Bandaríkjamenn þegar þingið er í fríi – stundum daginn eftir að það var sent heim.

Þetta segir Stefán Pálsson sagnfræðingur.

„Það er hins vegar stórkostlega ósvífið af utanríkisráðherra í starfsstjórn í miðri kosningabaráttu geri svona samkomulag í kyrrþey,“ bætir Stefán við og á þar við Guðlaug Þór Þórðarson árið 2016 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk.

Kveikur á Rúv fjallaði um breytingar á varnarsamstarfi Íslendinga við Bandaríkjamenn í gærkvöld þar sem fram komu ýmsar athugasemdir við að Alþingi hafi ekki rætt breytingar sem gerðar voru á varnarsamstarfi á tímum Guðlaugs Þórs sem utanríkisráðherra. Sem dæmi er samkvæmt samningi Guðlaugs Þórs ekki ljóst hvaða landrými innan Íslands ameríski herinn geti nýtt sér undir yfirskini varna. Traust á vörnum Bandaríkjanna fyrir Ísland hefur hrunið undanfarið vegna yfirlýsinga Trump á viðsjárverðum tímum og vaxandi ótta um að herveldi skipti með sér heiminum.

Þá vakti athygli að utanríkisráðherrann sem Stefán kallar stórkostlega ósvífinn hafi ekki verið nafngreindur í fréttaskýringu Rúv.

Sjá nánar hér: Nýjasta viðbótin við varnarsamninginn hvorki rædd né birt – RÚV.is

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí