Íslenskir utanríkisráðherrar hafa löngum verið naskir við að skrifa undir samninga við Bandaríkjamenn þegar þingið er í fríi – stundum daginn eftir að það var sent heim.
Þetta segir Stefán Pálsson sagnfræðingur.
„Það er hins vegar stórkostlega ósvífið af utanríkisráðherra í starfsstjórn í miðri kosningabaráttu geri svona samkomulag í kyrrþey,“ bætir Stefán við og á þar við Guðlaug Þór Þórðarson árið 2016 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk.
Kveikur á Rúv fjallaði um breytingar á varnarsamstarfi Íslendinga við Bandaríkjamenn í gærkvöld þar sem fram komu ýmsar athugasemdir við að Alþingi hafi ekki rætt breytingar sem gerðar voru á varnarsamstarfi á tímum Guðlaugs Þórs sem utanríkisráðherra. Sem dæmi er samkvæmt samningi Guðlaugs Þórs ekki ljóst hvaða landrými innan Íslands ameríski herinn geti nýtt sér undir yfirskini varna. Traust á vörnum Bandaríkjanna fyrir Ísland hefur hrunið undanfarið vegna yfirlýsinga Trump á viðsjárverðum tímum og vaxandi ótta um að herveldi skipti með sér heiminum.
Þá vakti athygli að utanríkisráðherrann sem Stefán kallar stórkostlega ósvífinn hafi ekki verið nafngreindur í fréttaskýringu Rúv.
Sjá nánar hér: Nýjasta viðbótin við varnarsamninginn hvorki rædd né birt – RÚV.is