«Ég get ekki séð það gerast á mínum líftíma,» svarar Kristrún Frostadóttir, spurð hvort hún sé fylgjandi hugmyndum um að stofna íslenskan her eins og prófessor á Bifröst og fleiri Íslendingar hafa rætt undanfarið vegna óvissu í öryggismálum.
Varnarmál voru til umræðu í viðtali Björns Þorlákssonar við Kristrúnu forsætisráðherra í þættinum Synir Egtils á Samstöðinni í gær. Björn spurði hvort Kristrún vildi flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB vegna óvissu og viðsjárverðra tíma í öryggismálum. Þar sem margir upplifa hvorki skjól í vestri né austri.
Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að flýta þjóðaratkvæðagreiðslu og lýsir þar með annarri skoðun en samflokksmaður hennar í Samfylkingunni, þingmaðurinn Dagur B. Egertsson.
Um það hvort sú staða sé nú uppi að Bandaríkin séu orðin óáreiðanlegur bandamaður Íslendinga, vill Kristrún ekki meina að svo sé. Þótt mikil óvissa fylgi síðari valdatíma Trump.

«Samskipti okkar við Bandaríkin eru eitt farsælasta bandalag sem við höfum átt.»
Varðandi deiluefnið hvað varðar hið friðsama, hlutlausa og herlausa Ísland að fé frá okkur hafi undanfarið í vaxandi mæli runnið til hermála í Úkraínu og hvort við kunnum að verða frekara skotmark í alheimsófriði ef við erum að hlutast til um framlög til herstuðnings annarra ríkja, bendir Kristrún á við séum partur af varnarbandalagi, partur af Nato. Ef á okkur yrði ráðist myndu önnur ríki stuðja okkur og nú séum við í þannig sporum gagnvart Úkraínu.
«Við eigum ekki að fara hrædd inn í Evrópusambandið. Ef við förum þangað inn eigum við að fara inn af styrk,» segir Kristrún.