„Það er ekki hlægilegt, virðulegi forseti“

„Umræða um opinber fjármál er búin að færast mörg ár aftur í tímann. Það er kaldhæðni að fyrsti fjármálaráðherrann sem flutti fjármálaáætlun og fjármálastefnu var fyrsti formaður Viðreisnar. Þá fór hver einasta fagnefnd yfir málin með mælikvörðum og öðru því sem er ætlað að fylgja fjármálaáætlun. En nú er komið fram og var upplýst um það hér, sem er mikil frétt, af talsmanni Viðreisnar — af því að við sitjum uppi með fjármálaáætlun sem virðist vera fyrst og fremst umbúðir en ekki innihald — að menn vinna eftir skoðanakönnunum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi fyrr í dag.

„Skoðanakönnunum. Er búið að gera skoðanakönnun um það hvort almenningur sé fylgjandi því að kosningaloforð um að hækka ekki skatta á hann séu svikin? Er búið að gera þá skoðanakönnun? Er meiri hluti landsmanna fylgjandi því að sjálfshólsstjórn Kristrúnar Frostadóttur svíki þau loforð að hækka ekki skatta á almenning? Það væri áhugavert að heyra það frá hv. þingmönnum stjórnarliðsins, því að þegar bent er á að ekki bara kosningaloforð heldur skýr skrif í fjármálastefnu eru svikin þá hlær hæstv. ráðherra. Er búið að gera skoðanakönnun um hvort það sé ásættanlegt? Ég veit það ekki. Við fáum kannski að vita það seinna en ég veit að almenningur og fyrirtæki hlæja ekki. Almenningur og fyrirtæki sem verða fyrir þessum skattahækkunum þurfa að borga reikninginn. Það er ekki hlægilegt, virðulegi forseti.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí