Vaxtagróði bankanna 550 milljarðar á fáum árum

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi bendir á ofurhagnað íslensku bankanna vegna vaxtaokurs í færslu á facebook.

Vilhjálmur hitti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, í dag á Akranesi þar sem atvinnuhremmingar í héraði voru eitt helsta umræðuefnið. Rædd voru rekstrarskilyrði Grundartangasvæðisins, þar sem um 800 manns starfa hjá Norðuráli og Elkem auk afleiddra starfa. „Ég lýsti sérstökum áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra verndartolla sem gætu skaðað samkeppnishæfni íslenskrar framleiðslu, sem og þeirri staðreynd að raforka er nú orðinn dýrari hér á landi en t.d. í Noregi.“

Vaxtamál og húsnæðismál voru einnig í brennidepli og bendir Vilhjálmur á eftirfarandi:

Hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja frá árinu 2021 til dagsins í dag nema nú um 550 milljörðum króna

Vaxtamunur bankanna er á bilinu 3,1–3,5%, á meðan hann er aðeins um 1,6% á Norðurlöndum

„Þetta er skýr vísbending um skort á samkeppni á lánamarkaði,“ segir Vilhjálmur.

Verðtryggingin sé kerfislægur orsakavaldur hárra vaxta og geri peningastefnu Seðlabankans nær óvirka.

„Fólk hefur hreinlega neyðst til að flytja lán sín – að upphæð um 400 milljarðar króna – yfir í verðtryggt form, vegna óbærilegrar hækkunar greiðslubyrðar af óverðtryggðum lánum. Þessi þróun er alvarleg og krefst pólitískrar umræðu og breytinga.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí