„Ríkisstjórnin boðar hvert skatta- og gjaldahækkunarfrumvarpið á fætur öðru“

„Vinstri stjórnir hafa alla tíð viljað hækka skatta. Það er ekkert nýtt, alveg eins og það er ekki ný vitneskja að of miklar skattahækkanir draga úr tekjum ríkissjóðs og drepa niður atvinnulíf og nýsköpun með tilheyrandi afleiðingum,“ sagði Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokki fyrr í dag.

„Ríkisstjórnin boðar hvert skatta- og gjaldahækkunarfrumvarpið á fætur öðru og það virðist ekkert tillit tekið til afleiddra áhrifa eða breytts hegðunarmynsturs. Við lesum neikvæðar umsagnir um hvert málið á fætur öðru, hvernig lítil fyrirtæki um allt land verða fyrir barðinu á ofsköttun ríkisstjórnarinnar.

Dæmi: Lítið rútufyrirtæki, sem hefur byggst jafnt og þétt upp á undanförnum árum vegna komu skemmtiferðaskipa, verður núna fyrir algjöru tekjufalli vegna hruns í komum skemmtiferðaskipa í kjölfarið á ofsköttunarfrumvarpi þessarar ríkisstjórnar. Rútufyrirtækið þarf því að fækka bílum. Þessi sami aðili sér um skólaaksturinn í sínu bæjarfélagi á veturna en því verður fljótt sjálfhætt ef ekki er forsenda til að reka nógu marga bíla. Svo á að hækka skatta og gjöld á bifreiðaeigendur um marga milljarða á nánast einu bretti. Þegar kynntar eru stórar breytingar þarf að hafa fyrirsjáanleika og gera þær í skrefum og gæta að meðalhófi, en það er alls ekki gert. Gjaldskrárhækkanir ríkisins eru hærri en verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem hjálpar auðvitað ekki til við að hér geti vextir lækkað. Allt bitnar þetta á endanum á neytendum. Það er hægt að láta heimilislaust fólk og börn með fíknisjúkdóma bíða endalaust eftir að hið fullkomna húsnæði verði tilbúið til að hefja meðferðarstarfsemi, en þegar kemur að risastórum skattkerfisbreytingum, sem á endanum skila minni tekjum í ríkissjóð, þá er ekki hægt að bíða,“ sagði Nanna Margrét og endaði ræðuna með þessum orðum:

„Ég mæli með að þessu verði snúið við: Græið úrræðin fyrir þá verst settu strax svo þau taki gildi um áramót. Þar liggur fyrir nákvæmlega hvað þarf að gera. En vinnið skattafrumvörpin ykkar betur svo að þau skili meiri tekjum í ríkissjóð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí