Telur að ríkislögreglustjóra verði tímabundið vikið frá störfum

Gísli Tryggvason lögmaður, fyrrum framkvæmdastjóri BHM, spáir að dómsmálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir muni víkja ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, tímabundið frá störfum. Skipuð verði nefnd til að kanna óreiðu í fjármálum Sigríðar.

Bruðl Sigríðar Bjarkar með opinbert fé varð ljóst með frétt Ríkisútvarpsins á dögunum um gríðarháar greiðslur til ráðgjafa embættisins undir hatti félagsins Intru. Tímakaup fyrir pælingar um píluspjöld og snattferðir var á fjórða tug þúsunda hjá ráðgjafanum, Þórunni  í boði skattgreiðenda.

Skoðun Gísla lögmanns kemur fram í viðtali Björns Þorlákssonar við hann á Samstöðinni í kvöld. Gísli hefur sjálfur setið í nefndum sem fjallað hafa um óreiðu í fjármálum.

Ef af þessu verður á næstu dögum eða vikum, segir Gísli að staðgengill ríkislögreglustjóra verði settur tímabundið.

Ef nefnd verður skipuð og niðurstaðan er að ríkislögreglustjóri hafi ekki farið á svig við góða stjórnsýsluhætti í rekstrinum, er ekki útilokað að sögn Gísla að Sigríður gæti sótt skaðabætur. Engin spurning sé að dómsmálaráðherra verði að aðhafast.

Í ummælum ráðherra í samtölum við blaða- og fréttamenn í gær lagði dómsmálaráðherra þunga áherslu á að málið væri alvarlegt.

Í 6. kafla laga númer 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er fjallað um málsmeðferð og réttarstöðu við lausn frá embætti um stundarsakir.

Mynd af Gísla: Pétur Fjeldsted.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí