Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur telur að forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttur, hafi ekkert umboð haft til afskipta í aðdraganda þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér embætti fyrr á árinu í kjölfar þess að Rúv upplýsti um ástarsamband ráðherrans langt aftur í tímann.
Sigurbjörg er í viðtali við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Hún svarar þar meðal annars gagnrýni sem Morgunblaðið setti fram á dögunum gagnvart henni sem einum aðalhöfundi skýrslu um embættismenn.
Undir lok viðtalsins spyr Björn Þorláks út frá stjórnsýslulegum háttum hvað Sigurbjörgu finnist um málalyktir og aðdraganda þess að Ásta Lóa sagði af sér.

Sigurbjörg svarar að mál Ástu Lóu hafi ekki átt neitt erindi inn á borð forsætisráðherra. Það sé fagleg staðreynd að formaður flokks Ástu Lóu, Inga Sædal, hefði ein átt að hafa um það að segja hvernig tekið var á málinu og hvernig því lyktaði. Það hafi ekki verið á forræði Kristrúnar Frostadóttur. Hún hafi ekki haft neina stjórnsýslulega heimild til afgreiðslu á erindi utan úr bæ er varðaði fortíð Ástu Lóu.

“Mér fannst þetta bara vera eins og einhver della,” segir Sigurbjörg og átelur jafnframt að þingnefndir hafi varið tíma í málið.
Um framgöngu fréttastofu Rúv í málinu, segist Sigurbjörg hafa upplifað eins og að einhver hafi verið að reyna að koma höggi á Ástu Lóu. Meintar staðreyndir hafi ekki haldið vatni.
Þá hafi ýmsir aðrir ráðherrar setið áfram fyrir svipaðar eða sambærilegar sakir og í þessu máli.
Sjá hér: