Grætur af sorg en berst fram í rauðan dauðann

Samfélagið 5. des 2025

Laxeldisáform, sem kunna að hafa haft áhrif á forgangsröðun jarðgangaframkvæmda, eru köld kveðja til Seyðfirðinga. Þeir eru skildir eftir með brothætta og óvissa framtíð. Þetta segir Eyþór Stefánsson sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi í samtali við Samstöðina.

„Ég hef virkilegar áhyggjur af Seyðisfirði, þetta er enn eitt áfallið á stuttu tímabili,“ segir Eyþór og hefur miklar efasemdir um að tenging þeirra við Norðfjörð og meint hringtenging hafi mikið að segja eða sé hringtenging í raun.

„Ríkið er þvert á vilja Seyðfirðinga að þvinga laxeldi í Seyðisfjörð,“ segir Eyþór.

Eyþór lýsir því áfalli sem Austfirðingar og einkum Seyðfirðingar hafa nú orðið fyrir eftir að Fjarðaheiðargöngum var ýtt út af borðinu á samgönguáætlun.

Innviðaráðherra, Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, hefur fært rök fyrir Fjarðagöngum með vísan til mögulegs laxeldis í Mjóafirði. Lengi hefur verið reynt að troða laxeldi upp á Seyðfirðinga í harðri andstöðu við vilja mikils meirihluta íbúa.

Eyþór líkir sorginni og uppnáminu við þegar skriðan stóra féll á Seyðisfjörð.

Eyþór kemst oft við í samtalinu við Björn Þorláks. Viðtalið er ríkt af tilfinningum. Hann segir að hann sjálfur og Austfirðingar muni berjast fram í rauðan dauðann fyrir þeim framkvæmdum sem þurfi að verða til að bæta byggðaskilyrði.

Sjá viðtalið hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí