Bessastaðir: Mistök við val á boðsgestum – Ársæll átti að fá boð

RÚV: Sif Gunnarsdóttir forsetaritari biðst velvirðingar á mistökum í tengslum við nýársboð forseta á þrettándanum. Þó nokkra vantaði á gestalistann, þar á meðal margra fyrrverandi forsætisráðherra og Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla.

Gestalistinn í nýársboð forseta Íslands á þrettándanum hefur vakið athygli, í ljósi þess að nokkur áberandi nöfn þykja vanta á hann. Til að mynda eru Katrín JakobsdóttirÞorsteinn PálssonGeir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherrar, ekki á meðal boðsgesta.

Þá vakti sérstaka athygli að Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, var ekki á listanum.

Ársæll komst í fréttir á síðasta ári vegna símtals sem hann átti við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um týnt skópar barnabarns hennar sem er nemandi í skólanum. Síðar sama ár var skipunartími hans sem skólameistari ekki framlengdur líkt og vaninn hefur verið. Sjálfur sagði hann augljóst hvað lægi að baki þeirri ákvörðun.

Í svari við fyrirspurn fréttastofu um gestalistann segir Sif Gunnarsdóttir forsetaritari þetta vera mistök. Nýtt boðskerfi hafi verið tekið í notkun í ár þar sem gestum var boðið að velja rafrænt á hvaða tíma þeir vildu þiggja boð í móttökuna. Boðið í ár var með því sniði að gestum var boðið á mismunandi tímum.

„Við yfirfærslu listans milli kerfa áttu sér stað mistök þannig að upplýsingar misfórust,“ segir í svari Sifjar. Óljóst er nöfn hversu margra duttu út, en eitt þeirra er Ársæll Guðmundsson.

„Forsetaritara finnst ákaflega leitt að þessi mistök hafi átt sér stað og biður alla hlutaðeigandi innilega velvirðingar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí