Ef þú trúir því að Palestínumenn sprengdu eigin spítala þá hef ég Hvalfjarðargöng til að selja þér

Nú vilja Ísraelsmenn ekkert kannast við það að hafa sprengt sjúkrahús á Gaza, þrátt fyrir að ekki verði betur séð en að þeir hafi viðurkennt það á samfélagsmiðlum áður en það kom í ljós hve margir saklausir borgarar höfðu verið myrtir. Nú segja þeir að það hafi verið Palestínumenn sjálfir sem sprengdu eigin spítala. Þetta er að vísu eitt elsta áróðursbragðið í ísraelsku bókinni. Til marks um það má benda aðsenda grein sem birtist í bresku blaðið árið 2004, en mynd af henni má sjá hér neðst.

Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður Félags múslíma á Íslandi, svarar þessum útúrsnúningi Ísraelsmanna lið fyrir lið á Facebook. „Enginn palestínskur hópur á eldflaug sem getur valdið þeim skaða og mannfalli sem varð á sjúkrahúsinu í gær. Ef svo væri myndi verða öðruvísi umhorfs í byggðum nálægt Gaza þar sem þessar eldflaugar lenda oftast. Myndböndin sem Ísraelar dreifa eru alls konar en sýna ekki myndbandið þegar sprengjan lendir en þar sést hversu öflug sprengjan er og ílfrandi hátíðnihljóð getur bara stafað af sprengju á hljóðhraða en þeirri tækni ráða Palestínumenn ekki yfir,“ skrifar Sverrir í athugasemd við færslu sem lögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson skrifar.

Sverrir heldur áfram: „Ef þetta væri raketta frá Palestínumönnum sem hitti á vopnabúr og/eða sprengjugeymslu en þá hefðu sést ein stór sprenging og svo nokkrar minni á myndbandinu en það er ekki vottur af þeim. En þegar það er að renna upp fyrir þeim að raunverulegt myndband af sjálfri sprengjunni getur ekki stutt þeirra málflutning þá fer í umferð upptaka af samtali sem á að vera milli tveggja Hamasliða sem gefa í skyn að þetta hafi verið palestínsk árás.“

Hann bendir svo á að meint samtöl milli Palestínumanna sem Ísraelsmenn hafa dreift á samfélagsmiðlum séu verulega ótrúverðug. „Hvers konar rugl er það – þeir heyrðu engin samtöl milli Palestínumanna í aðdraganda árásarinnar á laugardaginn sem tók mánuði að skipuleggja – af hverju skildu þeir allt í einu núna fara í símann og tala svona opið. Er ekki sennilegra að samtalið sé blöff og sé lekið af einhverjum af þeim fjölda IDF-njósnara sem Ísrael hefur plantað á Gaza og eru þjálfaðir til að líta út og tala eins íbúarnir og/eða allir Palestínumennirnir sem þeir hafa þvingað með hótunum að vinna fyrir sig – Ísraelar hafa líka gísla sem hægt er pynta eða drepa – ekki rúmlega hundrað heldur 6.500 í sínum pyntingarfangelsum. Það er skammarleg vanþekking hjá flestum Vesturlandabúum hversu alltumliggjandi umsátrið um Gaza er í raun og veru.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí