Langþráð hlýindi í kortunum eftir „jólaveður“ í gærkvöld
Veðurstofan segir að um helgina fari að hlýna. Þá gengur í stífa sunnanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið. Þurrt norðaustantil.
Veðurspáin gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, 3-10 m/s og dálitlum skúrum eða éljum. Hiti á bilinu 0 til 7 stig, mildast syðst, en víða næturfrost. Fyrri hluti apríl hefur verið óvenju kaldur en sólin hefur látið sjá sig.
Hálka er nú á Hellisheiði, Sandskeiði, í Þrengslum og víðar.
Hermt er að sumardagurinn fyrsti sé í næstu viku en í gærkvöld féll snjór niður á láglendi sunnanlands og víða á höfuðborgarsvæðinu. Myndin var tekin í Mosfellsbænum þar sem húsráðendur óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla!
Mynd: Aðalsteinn Arnbjörnsson
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward