Hafnarfjörður einkavæðir náttúruauðlindir sínar til 65 ára

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt kynningarfund í gær um áform sín um að afsala náttúruauðlindum sveitarfélagsins í formi jarðvarma til einkarekna fyrirtækisins HS Orku til næstu 65 ára.

Ákvörðunin var endanlega samþykkt með samningsgerð 5. júní síðastliðinn en með honum hefur HS Orka auðlindanýtingarrétt af jarðvarmasvæðinu í Krýsuvík í vel rúmlega hálfa öld. Ber fyrirtækinu samkvæmt samningnum að greiða sveitarfélaginu 6% af tekjum auðlindavinnslunnar auk fasteignagjalda og lóðaleigu, sem og 300 milljóna króna fyrirframgreiðslu fyrir heila klabbið.

Hagnaður fyrirtækisins af jarðvarmavinnslu í Krýsuvík gæti hæglega runnið á tugum milljarða króna á 65 árum. Kaupverð á 300 milljónir króna og 6% af tekjum hlýtur því að teljast ansi vel sloppið fyrir HS Orku.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar er skipuð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar svo að einkavæðing auðlinda ætti kannski ekki að koma svo mikið á óvart.

Það væri í raun ekkert athugavert fyrir sveitarfélag að fá aðstoð frá aðila sem sé vel að sér í orkuvinnslu, en stærri spurning sem mætti þá velta fyrir sér er hvers vegna í ósköpunum jarðvarmavinnsla á Íslandi sé í höndum einkafyrirtækis en ekki hins opinbera. Því einkaframtakinu fylgir auðvitað hagnaðar- og arðsemiskrafa sem á ekki vel við nýtingu lífsnauðsynlegra auðlinda fyrir samfélagið, ekki frekar en það væri fásinna að hafa einkavætt drykkjarvatn eða súrefni til innöndunar.

Svarið er í raun einfalt, kröfur hins bjúrókratíska kapítalisma sem við lifum öll og hrærumst í varð til þess að opinberum orkuinnviðum Hitaveitu Suðurnesja, sem var í sameign sex sveitarfélaga, var skipt í tvo einkarekin hlutafélög. Nánar tiltekið lagasetning á Alþingi árið 2008 sem skyldaði þessu opinbera félagi að einkavæðast.

Enn er til opinber stofnun sem annast raforkuframleiðslu á Íslandi, Landsvirkjun, en einhvern tímann kann sá tími að koma að sú stofnun verði einkavædd, eins og Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, varaði ítrekað við í kosningabaráttu sinni nýverið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí