Biden sagður ætla að draga forsetaframboð sitt til baka eftir að hafa greinst með COVID

Biden-Covid

Mynd sem var tekin af Biden í gær (17. júlí) eftir að hann greindist með COVID-19.

Axios greinir frá því að „margir háttsettir aðilar innan Demókrataflokksins“ hafa sagt blaðamönnum fréttaveitunnar að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni líklega draga framboð sitt til baka á næstu dögum, mögulega núna um helgina.

Það er vegna mikils þrýstings sem samflokksmenn hans í Demókrataflokknum hafa lagt á hann að stíga til hliðar, einkum eftir laka frammistöðu hans í sjónvarpskappræðunum 27. júní (fyrir 21 dögum síðan) – sem fjallað var um á Samstöðinni.

Síðasta útslagið gerðist í gær (17. júlí) þegar Biden greindist með COVID-19. Forsetinn er nú í einangrun og hefur gert hlé á kosningabaráttu sinni.

Þetta kemur eftir að Biden sagði það í viðtali sem var birt í gær (17. júlí), sama dag og hann greindist með COVID, að „hann muni mögulega draga framboð sitt til baka“ ef „læknisfræðilegt ástand“ hans breytist.

Þetta kemur einnig eftir að niðurstöður könnunar AP voru birtar sem sýna að 65% (eða tveir þriðju) af Demókrötum vilja að Biden dragi sig til baka úr forsetakosningunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí