Mynd sem var tekin af Biden í gær (17. júlí) eftir að hann greindist með COVID-19.
Axios greinir frá því að „margir háttsettir aðilar innan Demókrataflokksins“ hafa sagt blaðamönnum fréttaveitunnar að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni líklega draga framboð sitt til baka á næstu dögum, mögulega núna um helgina.
Það er vegna mikils þrýstings sem samflokksmenn hans í Demókrataflokknum hafa lagt á hann að stíga til hliðar, einkum eftir laka frammistöðu hans í sjónvarpskappræðunum 27. júní (fyrir 21 dögum síðan) – sem fjallað var um á Samstöðinni.
Síðasta útslagið gerðist í gær (17. júlí) þegar Biden greindist með COVID-19. Forsetinn er nú í einangrun og hefur gert hlé á kosningabaráttu sinni.
Þetta kemur eftir að Biden sagði það í viðtali sem var birt í gær (17. júlí), sama dag og hann greindist með COVID, að „hann muni mögulega draga framboð sitt til baka“ ef „læknisfræðilegt ástand“ hans breytist.
Þetta kemur einnig eftir að niðurstöður könnunar AP voru birtar sem sýna að 65% (eða tveir þriðju) af Demókrötum vilja að Biden dragi sig til baka úr forsetakosningunum.