Auðmannadekur á Reykjavíkurflugvelli: „Þetta er óþarfi“

„Það hefur verið mikið talað um að völlurinn gengdi öryggishlutverki og samgönguhlutverki, sem innviðastofnun. Við erum ekki að gera athugsemdir við það. Hins vegar þegar þú ert að sjá tugi þúsunda þyrlusnertinga og almannaflug kannski í tugum, þá fer maður að hugsa með sér hvernig í ósköpunum gat þetta gerst.“

Þetta segir Daði Rafnsson, meðlimur samtaka sem berjast gegn óþörfum við Reykjavíkurflugvöll, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hann segir að hávaðinn í kringum þyrluflug sé að verðða óbærilegur á Káranesinu. Líkt og fyrr segir þá hefur það þyrluflug ekkert með öryggismál að gera heldur fremur sé þar á ferðinni, að sögn Daða, nokkurs konar auðmannadekur, því auk þyrluflugsins er einnig gífurleg óþægindi sem fylgja einkaflugvélum.

„Hvernig getur það gerst að þyrluflug fyrir túrista sé leyft og beint yfir miðborg höfuðborgar, öll þessi hverfi þar sem fók er að reyna að búa, lifa sínu lífi. Þetta hefur ekkert með öryggishlutverkið að gera. Svo er kominn fjöldi af einkaþotum, sem eru parkeraðar þarna fyrir utan hús, bara nokkur hundruð metra frá húsum þar sem býr fullt af fólki. Þær eru oft bara í gangi í tugi mínúta, jafnvel klukkutíma, að bíða eftir einhverjum einum, tveimur farþegum. Þetta er óþarfi,“ segir Daði.

Viðtalið við Daða má sjá í heild sinni við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí