Hryllingsviðvörun um framtíð íslenskrar byggðar

Á sama tíma og Ísland eykur losun gróðurhúsalofttegunda milli ára þvert á markmið og fyrirheit, gæti svo að aukin losun geri vist manna í þessu landi nánast óbyggilega eftir allnokkra áratugi.

Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur lýsti í þætti á Samstöðinni í gær að sótt væri að náttúrunni úr öllum áttum hérlendis.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er í hópi fræðimanna sem ræða með vaxandi ugg það sem Einar kallar hryllingssviðsmynd. Losunin gæti drepið Golfstrauminn sem er nánast forsenda byggðar hér á landi.

Í færslu á facebook segir Einar að ný vísindagrein segi að það hægi mjög á varmastreymi hafstraumanna norður á bóginn í öllum keyrslum þar sem gert er ráð fyrir litlum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. „Gerist líka í sumum keyrslunum þar sem sviðsmyndin gerir ráð fyrir ágætum tökum næstu áratugina á losun koltvísýrings. Skaðinn sé einfaldlega skeður!“

Einar segir: „Ekki góð vísindi fyrir okkur sem eru háð efnahagslega, samfélagslega og náttúrufarslega því að hlýsjór úr suðri vermi umhverfi okkar og geri búsetu hér jafnframt lífvænlega.

Þetta er spilavíti með jafnvægi hafstraumanna. Verst er að við vitum ekki hvenær vendipunki er náð og þar af leiðaindi þekkjum væntanlega ekki líkurnar.“

Haft hefur verið á orði í erlendum fjölmiðlum að líkur á katastófu séu í ljósi nýjustu upplýsinga að stóraukast hvað varðar árangursleysi í að stemma stigu við losun. Nokkuð er síðan að hlýnun af mannavöldum náði 1,5 gráðum sem er hámarkið án hamfara sbr. Parísarsamkomulagið. Markmiðið er að vinda ofan af menguninni, en Ísland eykur losun á sama tíma og ber við að fleiri virkjanir og meiri framleiðsla sé orkuskiptamál þvert á staðreyndir líkt og fram kom í þætti Samstöðvarinnar með þremur sérfræðingum í gær.

Andri Snær Magnason rithöfundur segir að tæknikratar og orkuiðnaðurinn hafi hertekið málaflokkinn umhverfismál hér á landi. Lítið fer fyrir pólitískri umræðu um hættuna hjá þingmönnum Alþingis þessa dagana, þótt hættan ætti að vera augljós.

Mynd af Einari: Rúv.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí