Aldrei hafa fleiri sjálfsvíg verið framin í Bandaríkjunum en á síðasta ári þegar 49,000 manns féllu fyrir eigin hendi.
Miðstöð sjúkdóma- og forvarna í bandaríkjunum CDC birti gögn þess efnis á sl. þriðjudag og gáfu þau til kynna að sjálfsvíg væru að verð algengari en nokkurn tíma og hafi ekki verið fleiri frá því í seinni heimsstyrjöldinni.
Sjálfsvígstíðnin hefur verið rísandi jafnt og þétt frá aldamótum til ársins 2018 en það ár var tíðnin orðin hærri en árið 1941 þegar hún náði hámarki. Það ár féllu 48.300 manns fyrir eigin hendi eða 14.2 á hverja 100.000 íbúa.
Þess má geta að á Íslandi hefur einnig verið talað um faraldur sjálfsvíga en í kjölfar bankahrunsins 2010 náði hann hámarki þegar 26 af 100.000 íbúum féllu fyrir eigin hendi. Árið 2021 voru það 19 manns en á fyrri hluta árs 2022 voru þeir 16.
Í bandaríkjunum sem og hér á íslandi lækkaði tíðnin örlítið árið 2019 en það var fyrsta árið sem Covid-19 reið yfir og tengdu sérfræðingar það við ákveðið fyrirbæri sem sjá má í upphafi stríðstíma og á tímum náttúruhamfara. Þá dregur fólk sig gjarnan nær hvert öðru og veitir hvort öðru stuðning.
Árið 2021 fór svo tölurnar aftur hækkandi og á síðasta ári tók línuritið kipp þegar um 3% aukningu var að ræða frá árinu á undan.
Karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem svipta sig lífi en hlutfall þeirra var 79% í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Níu af tíu Bandaríkjamönnum telja Ameríku stand frammi fyrir krísu þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Xavier Becerra heilbrigðisráðherra telur vandamálið byggja á erfiðleikum fólks við að biðja um aðstoð sökum þess að það sé veikleikamerki. Sérfræðingar telja þó ýmsar aðrar ástæður liggja að baki þessari aukningu. Fleiri séu að glíma við þunglyndi og úrræði í geðheilbrigðismálum séu færri. Bandaríkin enda fræg fyrir kostnaðarsamt heilbrigðiskerfi sem ekki allir hafa efni á né tryggingu fyrir. Jill Harkavy-Friedman, varaformaður rannsóknardeildar the American Foundation for Suicide Prevention segir þó stærsta þáttinn vera aukið aðgengi að skotvopnum.
Nýleg skýrlsa Johns Hopkins Háskólans staðfestir þá kenningu en bráðabirgðagögn frá 2022 sýna að sjálfsvíg með skotvopnum hafi náð algjöru hámarki allra tíma á síðasta ári. Þá fór fjöldi hvítra ungmenna sem notaði skotvopn til sjálfsvígs jafnframt fram úr svörtum í fyrsta skipti í sögunni.
Algengasta aldursbilið er þó meðal miðaldra og eldra fólks. Mikið af miðaldra og eldra fólki er að upplifa vandamál eins og atvinnumissi, missi maka og fleira í þeim dúr. Þá er líklegra að eldra fólk hafi aðgang að skotvopnum.
Hægt er að skoða talnagögn CDS hér: