Tekjulægsta fólkið kyndir ekki verðbólgubálið

Stefán Ólafsson skrifaði:

„Þegar stærsta orsök verðbólgunnar er húsnæðiskostnaður þá bítur hátt raunvaxtastig illa á meininu – og jafnvel gerir illt verra, þ.e. magnar verðbólguvandann með því að hægja á framboði nýs húsnæðis.

Rörsýn Seðlabankamanna gerir hins vegar ráð fyrir að of mikill kaupmáttur skuldugra heimila sé helsta orsök verðbólgunnar. Það er í besta falli tekjuhærri hluti þjóðarinnar og þau sem skulda minna sem gætu verið að ýta undir verðbólgu með mikilli neyslu – ekki skuldugustu heimilin né heimili þeirra tekjulægri sem almennt eiga erfitt með að ná endum saman. Húsnæðisliðurinn vegur þó mest sem orsök verðbólgu.

Seðlabankamenn eru því að vinna út frá rangri kenningu um orsök verðbólgunnar og virðast þeir tilbúnir í að knýja fram kreppu í hagkerfinu (samdrátt) og setja allt upp í loft, í þeirri von að það „kæli eftirspurnina nógu mikið“! Ef það gengur eftir, eins og varaseðlabankastjóri er hér að hóta, þá verður meðalið orðið mun skaðlegra en sjúkdómurinn (verðbólgan).“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí