Mótmæli í morgunmat

Á sunnudagsmorgnum klukkan níu ræðir Oddný Eir Ævarsdóttir við góða gesti um upplifun þeirra af andófi og hvers kyns mótmælum í lífinu.

Umsjón: Oddný Eir Ævarsdóttir

Þættir

Á í alvöru að svíkja loforðin?

Á í alvöru að svíkja loforðin?arrow_forward

S00 E000 — 7. jan 2024

Í Friðarviðræðum að þessu sinni er afstaða Íslands til umhverfismála afhjúpuð og rædd í sinni svörtustu og björtustu mynd. Það er ekki hægt að ljúga sig út úr þessu lengur … Eða hvað? Og fara þá til hel***s?

Í fyrri hluta þáttar koma saman Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra Umhverfissinna og Guðmundur Steingrímsson, stjórnarmaður í Landvernd. Í seinni hluta þáttar mæta þeir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður leigjendasamtakanna og Strandamaður og Þór Saari, fyrrum þingmaður og hagfræðingur, til leiks.

Friðarþjóð?

Friðarþjóð?arrow_forward

S00 E003 — 16. okt 2023

Í friðarviðræðum þáttarins Mótmæli í morgunmat koma fram vonbrigðin miklu um að Íslendingar séu ekki boðberar friðar og Ísland ekki lengur vettvangur friðarviðræðna. Við fáum við að fylgjast með andspyrnuhreyfingunni sem María Pétursdóttir dokumenteraði á Austurvelli um árið undir ræðu Davíðs Oddssonar og förum svo aftur á Austurvöll á samtöðumótmæli vegna árásar á Palestínu og heyrum viðtal við hinn palestínska Anís. Rithöfundurinn Mazen Maarouf setur ástandið á Gaza í samhengi í aðalviðtali vikunnar og við heyrum líka nöturlegan en fallegan kafla úr bók hans Brandarar fyrir byssumennina þegar þáttastjórnandi les fyrir lítinn hund, samanber átakið um að börn lesi fyrir hunda ef enginn annar nennir að hlusta… :-).

Fjarri alfaraleið: krókaleið, alþjóðatunga, ótti í blóði?

Fjarri alfaraleið: krókaleið, alþjóðatunga, ótti í blóði?arrow_forward

S01 E002 — 8. okt 2023

FRIÐARVIÐRÆÐUM eru þrír herramenn og einn með hatt: Það eru þeir Benedikt Hjartarson bókmenntaprófessor, Óskar Árni Óskarsson skáld og Abdiel Santiago sjálfboðaliði í Hjálpræðishernum og heimspekinema sem bjóða upp á MÓTMÆLI Í MORGUNMAT 8. OKT. Benedikt segir frá nær gleymdri stórmerkri en hræðilegri sögu af ofsóknum Nazista og Stalínista á hendur Esperantistum, en Esperantó er draumur um alþjóðamál; Óskar Árni segir frá ferðum sínum fjarri alfaraleiðum og Santiago ræðir um óttann við mótmæli í blóði þeirra sem alast upp við ofríki.

Mótmæli í morgunmat – Friðarviðræður

Mótmæli í morgunmat – Friðarviðræðurarrow_forward

S01 E001 — 1. okt 2023

Mótmæli í morgunmat; friðarviðræður á sunnudagsmorgnum klukkan níu á Samstöðinni. Oddný Eir tekur á móti góðum gestum sem að þessu sinni eru þau Magga Stína og Ásgeir Brynjar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí