Reykjavíkurfréttir

Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins flytja fréttir frá málefnum borgarinnar.

Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð

Þættir

Reykjavíkurfréttir – Andrými

Reykjavíkurfréttir – Andrýmiarrow_forward

S05 E015 — 14. maí 2024

Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með sjálfstæðri starfsemi sinni og skipulagningu vill Andrými greiða leið fyrir frekari baráttu í anda valdeflingar, frelsis, jafnréttis og gagnkvæmrar hjálpar. Jakob Beat Altmann, Elías Snær Einarsson og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir segja okkur frá Andrými.

Reykjavíkurfréttir – Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa

Reykjavíkurfréttir – Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfaarrow_forward

S05 E014 — 30. apr 2024

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um byggingarfélag Reykjavíkurborgar, laun á leikskólum og fræðslumyndband velferðarsviðs um einhverfu.

Reykjavíkurfréttir – Metnaðarleysi í Mjódd

Reykjavíkurfréttir – Metnaðarleysi í Mjóddarrow_forward

S05 E013 — 23. apr 2024

Sanna Magdalena Mörtudóttur ræðir við Söru Stef Hildar og Guðröð Atla Jónsson um þjónustuleysið sem birtist á skiptistöðinni í Mjódd. Um er að ræða stærstu skiptistöðina í almenningssamgangnakerfi borgarinnar. Mikill þörf er á úrbótum til þess að gera svæðið aðlaðandi og laga að þörfum strætónotenda.

Reykjavíkurfréttir – Eftirlit, sorp og mannréttindabrot

Reykjavíkurfréttir – Eftirlit, sorp og mannréttindabrotarrow_forward

S05 E012 — 27. feb 2024

Sanna, Andrea og Halldóra skoða nánar virkni eftirlitsmyndavéla en nýverið kom út skýrsla sem sýndi fram á að bæta þurfi verulega framkvæmd rafrænnar vöktunar og setja þarf fram leiðbeiningar um rafræna vöktun, t.a.m. varðandi aðgang að efni úr slíkri vöktun. Þá skoðum við hvernig söfnun á lífrænum úrgangi er háttað í öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndunum og hvernig pokum undir lífrænan úrgang er komið til íbúa. Við ræðum einnig langa biðlista eftir húsnæði en í desember 2023 voru 207 manneskjur þar af eru 162 að bíða eftir fyrstu úthlutun í húsnæði sem hentar þörfum fatlaðra í borginni og 45 á bið eftir milliflutningi úr einu húsnæði í annað

Reykjavíkurfréttir – Mótmæli í borgarlandinu

Reykjavíkurfréttir – Mótmæli í borgarlandinuarrow_forward

S05 E011 — 20. feb 2024

Í þætti dagsins ræðum við um nýtingu almannarýmis til mótmæla og samstöðufunda og einblínum á nýlega viðburði í Reykjavík til stuðnings Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland-Palestína kemur í þáttinn og ræðir við Sönnu Magdalenu og Halldóru um samstöðuaðgerðir og hvernig borgarrýmið nýtist til þess.

Reykjavíkurfréttir – Staðan í borginni

Reykjavíkurfréttir – Staðan í borginniarrow_forward

S05 E010 — 13. feb 2024

Í þætti dagsins ræðum við fjölbreytt mál sem hafa verið á dagskrá borgarstjórnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, Andrea Helgadóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir kafa ofan í umræðu í kringum tillögu Sósíalistaflokksins um að hætta við fyrirhugaðar sumarlokanir borgarbókasafna, tillögu um umboðsmann borgarbúa. Þá fjöllum við einnig um umræður um mótmæli í borgarlandi og tekju- eignamörk til að komast í íbúðir Félagsbústaða.

Reykjavíkurfréttir – Almenningsbókasöfn

Reykjavíkurfréttir – Almenningsbókasöfnarrow_forward

S05 E009 — 30. jan 2024

Við ræðum fréttir vikunnar og fáum svo innsýn inn í almenningsbókasöfnin og mikilvægi þeirra. Við kíkjum í hljóðvarpsstúdíó þar sem Dögg Sigmarsdóttir segir okkur frá lýðræðisverkefnum. Svo kemur Barbara Guðnadóttir safnstjóri og segir okkur frá mikilvægi safnsins og félagslegu rými þess.

Reykjavíkurfréttir – Sundlaugar og fréttir vikunnar

Reykjavíkurfréttir – Sundlaugar og fréttir vikunnararrow_forward

S05 E008 — 16. jan 2024


Við byrjum á því að fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað innan borgarinnar á síðustu dögum. Að því loknu ræðum við um sund, sundmenningu og jákvæð áhrif sundsins á andlega, félagslega- og líkamlega vellíðan. Til okkar koma þjóðfræðingarnir Katrín Snorradóttir og Valdimar Tryggvi Hafstein sem voru að gefa frá sér bókina Sund sem fjallar um þessa vinsæla iðju landsmanna. Hlíf Berglind Óskarsdóttir sem stundar sund daglega, Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugar og Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur og verkefnastýra vefsíðunnar Lifandi hefðir koma einnig til okkar til þess að ræða um sund. Skráning á sundlaugamenningu hér á landi hefur átt sér stað þar sem unnið er að því að tilnefna sundlaugamenningu á Íslandi á skrá Unesco um óáþreifanlegan menningararf.

Reykjavíkurfréttir – Útstrokun vinnuaflsins og hræddir valdhafar

Reykjavíkurfréttir – Útstrokun vinnuaflsins og hræddir valdhafararrow_forward

S05 E007 — 12. des 2023

Í upphafi spjalla þær Andrea Helgadóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir sín á milli um það sem borið hefur á í umræðu og í borgarmálum þessa vikuna.

Andrea talar að því loknu við systkinin Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og Bjarka Gunnar Halldórsson arkitekt um hvort og hvernig þau sjái einkenni þess að vinnuaflið sé ósýnilegt þegar horft er á samfélagið og umhverfið. Hvort einhver hluti almennings, eða einhver iðja almennings og borgarbúa hafi strokast út í íslensku borgar- eða samfélagsskipulagi. Andrea mun halda áfram að fjalla nánar um það þema í þáttunum á næstunni, við bjóðum hana velkomna í þáttargerðateymið.

Reykjavíkurfréttir – Fánar, fjármál og fundir

Reykjavíkurfréttir – Fánar, fjármál og fundirarrow_forward

S05 E006 — 5. des 2023

Í þætti dagsins fáum við kynningu á ýmsum málum borgarinnar, fjallað verður um stöðu aðgerðaráætlunar gegn rasisma í skóla- og frísundastarfi, fjárhagsáætlun, vetrarþjónustu og snjómokstur og loftslagsmálin innan borgarinnar í tengslum við óáreiðanlegar almennningssamgöngur. Þá fjöllum við um hvernig borgin geti sýnt samstöðu með stríðshrjáðum löndum með því að draga fána að húni og viðbrögð borgarinnar við Palestínska fánanum sem reistur var af aðgerðasinnum en fljótlega fjarlægður. Þetta og margt fleira í þætti dagsins með Andreu Helgadóttur og Sönnu Magdalena Mörtudóttur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí