Reykjavíkurfréttir

Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins flytja fréttir frá málefnum borgarinnar.

Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Andrea Helgadóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Þættir

Reykjavíkurfréttir – Talað og tekið á málum

Reykjavíkurfréttir – Talað og tekið á málumarrow_forward

S05 E021 — 8. okt 2024

Borgarstjórnarhópur Sósíalista fer yfir það helsta sem hefur átt sér stað innan borgarinnar á liðnum dögum; tillögu um mælingar á þáttum er tengjast gjaldfrjálsum máltíðum svo hægt sé að fylgjast með þróun þeirra þátta, svo sem næringargildi, gæði og magn. Við munum einnig fjalla um tillögu Sósíalista um samvinnuvettvang við stéttarfélögin sem fékk brautargengi innan borgarinnar sem og breytingar á gjaldskrá í akstursþjónustu fatlaðra, þar sem loks á að miða gjaldið við það sem þekkist hjá Strætó bs.

Reykjavíkurfréttir – Samgönguleysi í Gufunesi

Reykjavíkurfréttir – Samgönguleysi í Gufunesiarrow_forward

S05 E020 — 1. okt 2024

Í þætti dagsins ræðum við um almenningssamgöngur frá sjónarhóli íbúa í Gufunesi en gestir okkar, Móberg Ordal og Rakel Glytta Brandt heilluðust af vistvænum hugmyndum um sjálfbært þorp og samvinnu íbúa en enduðu samgöngulaus og félagslega einangruð í Jöfursbás.

Reykjavíkurfréttir – Slökkvistarf í eiginlegri og óeiginlegri merkingu

Reykjavíkurfréttir – Slökkvistarf í eiginlegri og óeiginlegri merkinguarrow_forward

S05 E019 — 24. sep 2024

Ásta Dís og Sanna ræða ýmislegt úr borgarmálum síðustu viku. Samþykkt var að skoða nánar tillögu Sósíalistaflokks í borgarstjórn um næringargildi gjaldfrjálsra skólamáltíða. Ásta Dís segir frá reykköfun, óleyfisbúsetu og fleiru í heimsókn sinni til slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en aðalfundur þeirra var haldinn á föstudaginn var í Hafnarfirði og þar kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Kjalarnes bar á góma en. einnig ræðum við stuttlega um NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð).

Reykjavíkurfréttir – Ójöfnuður í skólakerfinu

Reykjavíkurfréttir – Ójöfnuður í skólakerfinuarrow_forward

S05 E018 — 17. sep 2024

Í þessum þætti ræðum við um ójöfnuð og birtingarmyndir þess í skólum. Þórunn Einarsdóttir kennari í framhaldsskóla kemur til okkar og ræðir við okkur um skólastarfið, falinn kostnað við skólaviðburði og misjafnar aðstæður nemenda. Þá veltum við því einnig upp hvort að framhaldskólar ættu að vera gjaldfrjálsir.

Reykjavíkurfréttir – Hvað er málið með þessa borgarstjórn?

Reykjavíkurfréttir – Hvað er málið með þessa borgarstjórn?arrow_forward

S05 E017 — 10. sep 2024

Í þessum þætti kynnum við Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur til leiks og starfs í borgarstjórnarflokki Sósíalista. Við ræðum hvernig reynsla hennar úr grasrót fólks í fátækt nýtist inn í pólitíkina og förum yfir starf okkar sem kjörinna fulltrúa í borginni, hin ým

Reykjavíkurfréttir – Umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir

Reykjavíkurfréttir – Umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðirarrow_forward

S05 E016 — 3. sep 2024

Í þessum fyrsta haustþætti Reykjavíkurfrétta eru gestir okkar þeir Ludvig Guðmundsson læknir og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur en báðir eru þeir félagar í Aldin eins og fram kemur í þættinum. Þátturinn fjallar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem eru jú hluti af samþykktum ríkis og sveitarfélaga við 20 stéttarfélög sem hluta af kjarabótum og er komið til framkvæmda á þessu skólaári en umræðan að þessu sinni er út frá umhverfislegu sjónarmiði. Umsjónarmenn þáttarins eru þær Sanna Magdalena Mörtudóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Reykjavíkurfréttir – Andrými

Reykjavíkurfréttir – Andrýmiarrow_forward

S05 E015 — 14. maí 2024

Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með sjálfstæðri starfsemi sinni og skipulagningu vill Andrými greiða leið fyrir frekari baráttu í anda valdeflingar, frelsis, jafnréttis og gagnkvæmrar hjálpar. Jakob Beat Altmann, Elías Snær Einarsson og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir segja okkur frá Andrými.

Reykjavíkurfréttir – Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa

Reykjavíkurfréttir – Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfaarrow_forward

S05 E014 — 30. apr 2024

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um byggingarfélag Reykjavíkurborgar, laun á leikskólum og fræðslumyndband velferðarsviðs um einhverfu.

Reykjavíkurfréttir – Metnaðarleysi í Mjódd

Reykjavíkurfréttir – Metnaðarleysi í Mjóddarrow_forward

S05 E013 — 23. apr 2024

Sanna Magdalena Mörtudóttur ræðir við Söru Stef Hildar og Guðröð Atla Jónsson um þjónustuleysið sem birtist á skiptistöðinni í Mjódd. Um er að ræða stærstu skiptistöðina í almenningssamgangnakerfi borgarinnar. Mikill þörf er á úrbótum til þess að gera svæðið aðlaðandi og laga að þörfum strætónotenda.

Reykjavíkurfréttir – Eftirlit, sorp og mannréttindabrot

Reykjavíkurfréttir – Eftirlit, sorp og mannréttindabrotarrow_forward

S05 E012 — 27. feb 2024

Sanna, Andrea og Halldóra skoða nánar virkni eftirlitsmyndavéla en nýverið kom út skýrsla sem sýndi fram á að bæta þurfi verulega framkvæmd rafrænnar vöktunar og setja þarf fram leiðbeiningar um rafræna vöktun, t.a.m. varðandi aðgang að efni úr slíkri vöktun. Þá skoðum við hvernig söfnun á lífrænum úrgangi er háttað í öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndunum og hvernig pokum undir lífrænan úrgang er komið til íbúa. Við ræðum einnig langa biðlista eftir húsnæði en í desember 2023 voru 207 manneskjur þar af eru 162 að bíða eftir fyrstu úthlutun í húsnæði sem hentar þörfum fatlaðra í borginni og 45 á bið eftir milliflutningi úr einu húsnæði í annað

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí