Reykjavíkurfréttir

Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins flytja fréttir frá málefnum borgarinnar.

Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð

Þættir

Sanna Reykjavík – Starfið í leikskóla

Sanna Reykjavík – Starfið í leikskólaarrow_forward

S04 E015 — 21. apr 2023

Andrea Helgadóttir varaborgarfulltrúi Sósíalista kemur til okkar og við kynnumst henni og bakgrunni hennar. Áður en hún hóf störf í borgarstjórn starfaði hún í leikskóla og með börnum. Í þættinum ræðum við stöðu leikskólamála, hvað þarf að laga og hvernig megi vinna að því.

Sanna Reykjavík – Samtök leigjenda

Sanna Reykjavík – Samtök leigjendaarrow_forward

S04 E014 — 10. mar 2023

Í þætti dagsins fáum við Guðnýju Benediktsdóttur í heimsókn. Hún hefur verið leigjandi í 27 ár og situr nú í stjórn Samtaka leigjenda. Guðný hefur búið víðsvegar og segir okkur frá áratugareynslu sinni af því að vera leigjandi. Við ræðum einnig stöðuna á leigumarkaðnum og hverju samtök leigjenda eru að berjast fyrir þessi misserin.

Sanna Reykjavík – Verkföll í Reykjavík

Sanna Reykjavík – Verkföll í Reykjavíkarrow_forward

S04 E013 — 28. jan 2023

Í þættinum ræðum við um boðuð verkföll láglaunafólks sem starfar á hótelum innan Reykjavíkur. Karl Héðinn Kristjánsson kemur í þáttinn og ræðir við okkur málin. Hann skipulagði mótmælin í gær við Héraðsdóm vegna málamiðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ræðum hvernig það gekk og hvaða stað samfélagið er á í tengslum við baráttu launafólks.

Sanna Reykjavík – Mygla í leikskóla

Sanna Reykjavík – Mygla í leikskólaarrow_forward

S04 E012 — 25. jan 2023

Foreldrar barna í leikskólanum Hlíð hafa staðið í stappi við borgina eftir að húsnæði leikskólans var lokað vegna myglu. Börnin voru flutt í bráðabirgðahúsnæði í öðru hverfi borgarinnar með tilheyrandi raski. Foreldrar greina frá aðgerðarleysi og óvissu þar sem ekki hafi komið fram skýrar upplýsingar um framtíð leikskólans. Óvissa fylgir stöðunni þar sem foreldrar fara með börnin í leikskóla í öðru hverfi með tilheyrandi álagi á börn og foreldra. Fríða Sigurðardóttir og Tanja Bjarnadóttir foreldrar barna í Hlíð koma í þáttinn og segja okkur frá stöðunni.

Sanna Reykjavík – Strætómálin

Sanna Reykjavík – Strætómálinarrow_forward

S04 E011 — 20. jan 2023

Við ræðum við Söru Stef Hiladardóttur um málefni strætó. Hún notar farmátann daglega og hefur gagnrýnt strætókerfið að undanförnu á síðu Félags strætófarþega. Tölum um útvistun, farþegaaðstöðu og þjónustuna.

Sanna Reykjavík – Staðan í borginni

Sanna Reykjavík – Staðan í borginniarrow_forward

S04 E010 — 19. jan 2023

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúar Sósíalista ræða stöðu mála í borginni. Hvað hefur verið á dagskrá upp á síðkastið og hver er afstaða Sósíalista til þeirra mála? Hvað hafa þau lagt fram og hvernig hefur umræðan verið?

Sanna Reykjavík – Hreyfing eldri borgara

Sanna Reykjavík – Hreyfing eldri borgaraarrow_forward

S04 E009 — 13. jan 2023

Systurnar Guðrún Ósk og Guðný Erla koma til okkar í þáttinn í dag en þær halda utan um leikfimi fyrir eldra fólk í Fylki. Við ræðum um mikilvægi þess að efla lýðheilsu fullorðinna og framtakið hjá íþróttafélaginu Fylki þar sem boðið er uppá leikfimi fyrir 65 ára og eldri. Hvernig má tryggja góða umgjörð utan um heilsueflingu fullorðinna og er hún aðgengileg öllum?

Sanna Reykjavík – Snjómokstur í Reykjavík

Sanna Reykjavík – Snjómokstur í Reykjavíkarrow_forward

S04 E008 — 12. jan 2023

Í þætti dagsins ræðum við snjómokstur í Reykjavík, með áherslu á strætóskýlin. Mikið umræða hefur skapast meðal almennings og strætófarþega um hve illa og hægt hefur gengið að moka frá biðskýlum og stoppistöðvum. Guðröður Atli Jónsson hefur farið í vettvangsferðir um borgina og myndað stöðuna. Hann sýnir okkur hvernig aðstæður eru og ræðir við okkur hvernih best væri að leysa vandann.ription

Sanna Reykjavík – Unglingasmiðjur borgarinnar

Sanna Reykjavík – Unglingasmiðjur borgarinnararrow_forward

S04 E007 — 22. des 2022

Á dögunum kynnti borgin áform um að loka ætti unglingasmiðjum sem eru ætluð félagslega einangruðum ungmennum. Sigurlaug H. Traustadóttir, félagsráðgjafi sem hefur starfað í unglingasmiðjum Reykjavíkurborgar segir okkur frá starfseminni sem þar fer fram. Sigurlaug skrifaði einnig mastersritgerð um upplifun notenda af smiðjunum í Reykjavík. Við ræðum hugmyndafræði unglingasmiðjanna, hversu vel hún hefur virkað og mikilvægi slíkrar starfsemi.

Sanna Reykjavík – Reykvískur sósíalismi á 20. öld

Sanna Reykjavík – Reykvískur sósíalismi á 20. öldarrow_forward

S04 E006 — 16. des 2022

þætti dagsins fáum við Sigurð Pétursson sagnfræðing í heimsókn. Hann hefur mikla þekkingu á verkalýðsmálum og ætlar að segja okkur frá sögu Sósíalista í Reykjavík á síðustu öld. Árið 1946 voru 4 borgarfulltrúar af 15 í Reykjavík Sósíalistar. Einnig voru þeir með fulltrúa í sveitarfélögum um landið allt, þar með talið hreinan meirihluta á Neskaupstað. Hvað á þessum tíma olli því að hljómgrunnur Sósíalista var svona sterkur? Spilaði verkalýðshreyfingin inn í? Eru einhver líkindi með þeim tímum sem Sósíalistar voru á hápunkti sínum og þeim tímum sem við lifum við í dag? Við leitum einnig svara við því hverju Sósíalistar voru að berjast fyrir í Reykjavík á þessum tíma og hverju var áorkað. Hvað getum við lært af þeim og erum við með svör þaðan um hvernig sé best að heyja baráttu alþýðunnar í borginni?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí