11 þúsund í ólaunaðri vinnu við umönnun heilabilaðra

Heilbrigðismál 26. sep 2022

Árlega sinna 11 þúsund manns ólaunuðum störfum við umönnun fólks með heilabilun. Þetta er niðurstaða útreikninga Alzheimersamtakanna sem sinna fræðslu til almennings m.a. um vaxandi tíðni heilabilunar hér á landi. Samkvæmt rannsóknum alþjóðlegra stofnana má gera ráð fyrir að meirihluti þessa hóps séu konur. 

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, áætlar að með hækkandi lífaldri muni tíðni heilabilunar nær þrefaldast á næstu árum. Þetta þýðir að fjöldi fólks með heilabilun mun aukast úr 55 milljónum í um 140 milljónir árið 2050. Yfir 10 milljónir greinast árlega á heimsvísu og ljóst að vandinn er alvarlegur en heilbrigðiskerfi um heim allan eiga það sameiginlegt að vera illa undirbúin í að takast á við hann. 

Vandanum hefur verið velt yfir á konur heimsins en samkvæmt Alþjóðavinnumálastofnuninni sinna konur undantekningarlaust nær öllum ólaunuðum umönnunar- og heimilisstörfum heimsins. Ólaunuð störf kvenna telja yfir 75% af heildartíma þessara starfa. Samkvæmt rannsókn bresku Alzheimerssamtakanna er efnahagslegt virði ólaunaðrar vinnu kvenna vegna heilabilunar um 14 milljarðar punda árlega eða um 2.200 milljarðar íslenskra króna. Miðað við fólksfjölda jafngildir það um 12,5 milljörðum á Íslandi.

Samfélagslegar kröfur um að taka að sér ólaunaða umönnun eru meiri á konur en karla. Vegna þessa minnkar tíminn sem konur hafa til annarrar vinnu og þar með tækifæri til að afla sér tekna til jafns við karla. Þessar skuldbindingar kvenna við umönnun utan vinnutíma minnka einnig lífsgæði þeirra til lengri tíma og hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu enda sjá konur einnig oftar um tímafrekar og ósveigjanlegar skuldbindingar sem falla til innan heimila. 

Heilabilun er ólæknandi sjúkdómur og er ekki skilgreind sem hluti af eðlilegri hrörnun. Spár alþjóðastofnana gefa til kynna að heimsfaraldur í heilabilun sé óumflýjanlegur og því mikilvægt fyrir ríki heims að vinna að því að færa umönnun heilabilaðra inn á heilbrigðisstofnanir og fjölga þar störfum í samræmi við þróun sjúkdómsins. 

Útbreiðsla Alzheimer á Íslandi eykst eins og annars staðar og ætla má að um 200 manns undir 65 ára glími nú við sjúkdóminn en árlega greinast um 20 manns undir 65 ára. 

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí