Þó margt megi gagnrýna á Íslandi þá búum við þó ekki við heilbrgiðiskerfi líkt og í Bandríkjunum. Hér verður enginn gjaldþrota því hann var svo vitlaus að leita sér læknisþjónustu.. Í það minnsta enn þá. Margt virðist benda til þess að reiði vegna þessa kerfis hafi verið hvatinn að því að forstjóri United Healthcare, Brian Thompson., var myrtur í New York.
Hjalti Mar Bjornsson bráðalæknir bendir á að þó morð sé aldrei réttlætanleg þá eðlilegt að setja það í samhengi við hegðun þess fyrirtækis sem thompson stýrði. „Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni í BNA í kjölfar morðs á forstjóra United Healthcare á Manhattan í gær. Að sjálfsögðu er morð aldrei réttlætanlegt en hér er mögulega að brjótast upp á yfirborðið kraumandi reiði almennings yfir framkomu sjúkratryggingafyrirtækjanna í BNA,“ skrifar Hjalti á Facebook og heldur áfram:
„Eins og sjá má hér að neðan hafna þau að meðaltali 16% af öllum reikningum fyrir veittri heilbrigðisþjónustu. Það er í raun ekki nóg í BNA að borga fyrir rándýra sjúkratryggingu, þú getur samt lent í því að verða gjaldþrota ef þú veikist þar sem fyrirtækin einfaldlega einhliða neita að borga. Eins og sjá má er UHC áberandi verst í þessum leik, en vantar ekki að greiða út milljarða USD í arð á sama tíma.“
Hann nefnir svo nýlega stefnui fyrirtækisins sem er vægast sagt mannfjandsamleg. „Nýjasta útspilið hjá þessum félögum er að hætta að greiða fyrir svæfinguna nema fyrir þann tíma sem áætlað var að skurðaðgerð myndi taka. Ef upp koma vandamál og aðgerð sem átti að taka 2 klst varð að 4 klst aðgerð þarf s.s. sjúklingurinn að borga fyrir svæfinguna í 2 klst. Það er alveg ljóst að harkaleg framganga sjúkratryggingafélaga kostar mannslíf. Vonandi tekst að snúa við þeirri þróun áður en fleiri fyllast örvæntingu sem endar í ofbeldi.“