Hvetur veika til að senda inn uppýsingar

Reykjalundur og Landspítali hafa einkum sinnt þeim sem þjást af eftirköstum sýkingar af völdum COVID-19. Þetta segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis.

Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld í viðtali við Samstöðina á dögunum. Gunnar þjáist af langcovid og sagði að heilbrigðisyfirvöld sinntu langt í frá öllum sem væru með mjög skert lífsgæði vegna langtímaáhrifa sjúkdómsins. Hann sagði um 3.000 manna hópi á Íslandi ekki sinnt sem skyldi. Gagnrýni á landlækni kom til umræðu sem og aðrar heilbrigðisstofnanir og gagnrýndi Gunnar svaraleysi hins opinbera við fyrirspurnum sjúklinga.

„Embætti landlæknis hvorki veitir heilbrigðisþjónustu né skipuleggur hana. Hlutverk embættisins er að hafa eftirlit með veitingu heilbrigðisþjónustu hér á landi,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson.

Hann segir að hafi fólk athugasemdir við þá þjónustu sem það fær í tengslum við veikindi sín þá sé hægt að upplýsa embættið um það með með því skila inn athugasemd eða kvörtun.

Kjartan Hreinn segir að athugun í málaskrá embættisins gefi ekki til kynna að margir hafi leitað til embættisins vegna eftirkasta af sýkingu af völdum COVID-19.

Hér má finna almennar upplýsingar um skipulag þjónustu við sjúklinga með langdregin einkenni eftir COVID-19 sýkingu: Veikindi eftir Covid-19

Og hér er viðtalið við Gunnar Svanbergsson.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí