Sakar kerfið um langcovid fordóma

Óhætt er að segja að frásögn Gunnars Svanbergssonar sjúkraþjálfara á Samstöðinni í gærkvöld hafi vakið athygli.

Gunnar rakti persónulegar raunir sínar eftir að hann missti heilsuna vegna Covid 19 fyrir nokkrum árum. Hann heldur því fram að þúsundir Íslendinga þjáist af alvarlegum eftirköstum, sem stundum eru kölluð long-covid eða langcovid. Þessi stóri hópur fær litla sem enga athygli hvað þá umönnun í íslenska heilbrigðiskerfinu að sögn Gunnars.

Samstöðin hefur sent fyrispurn á landlækni og boðið fulltrúum embættisins að svara gagnrýnum spurningum um meint skeytingarleysi embættisins.

Þá hafa nokkrir Íslendingar sem segjast með long-covid sett sig í samband við Samstöðina eða tjáð sig á samfélagsmiðlum eftir sýningu viðtalsins við Gunnar.

Þorgerður Pálsdóttir, aðstandandi manneskju sem glímir við langcovid, segir mjög mikilvægt að vekja athygli á þessum sjúkdómi og „aðgerðarleysinu í heilbrigðiskerfinu gagnvart sjúklingum“ með langtíma covid eða ME eins og hún kallar það:

„Skilningsleysið og fordómarnir í heilbrigðiskerfinu hafa verið hræðilegir,“ segir Þorgerður.

Sjá allt viðtalið við Gunnar Svanbergsson hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí